Lífheimurinn

59 PLÖNTUR Blóm plantna eru mismunandi eftir ættum Plöntur skiptast í ættir eftir gerð blómanna. Á myndinni hér til hliðar eru plöntur af þremur algengum ættum plantna: körfublómaætt , sveipjurtaætt og ertublómaætt . Í körfublómum sitja mörg smáblóm saman í blómskipun sem nefnist karfa. Karfan er gerð úr mörgum smáblómum og hvert smáblóm er úr samvöxnum krónublöðum. Í þessari ætt er til dæmis baldursbráin. Baldursbráin hefur tvenns konar smáblóm. Í miðju körfunnar eru gul smáblóm, en hvít smáblóm úti við jaðar­ inn. Önnur algeng körfublóm eru til dæmis túnfífill, hóffífill og vallhumall. Af sveipjurtaætt eru til dæmis gulrót og ætihvönn. Hjá þessum plöntum sitja blómin mörg saman í litlum þyrpingum sem kallast sveipir. Margir slíkir sveipir mynda svo einn stóran sveip. Á sumum plöntum eru þessir sveipir margir. Hjá ertublómaættinni eru blómin mis- munandi eftir tegundum því að krónublöðin eru ólík að lögun. Rauðsmári og lúpína eru tegundir af ertublómaætt. Baldursbráin er körfublóm. Hvönnin er sveipjurt. Rauðsmári er af ertublómaætt. 1 Til hvaða hóps plantna teljast algengustu blómjurtir okkar? 2 Hvað heita karlkyns og kvenkyns æxlunarfærin í blómunum? 3 Hvað heitir efsti hluti frævunnar? 4 Hvað myndast í efsta hluta fræflanna? 5 Hvað gerist ef of lítið vatn berst eftir æðum plantna? 6 Hvað framleiða plöntur með hjálp sólarljóssins? 7 Hvernig myndast árhringir í trjám? 8 Hvernig stendur á því að gamalt tré getur verið með holan trjástofn en samt sem áður borið mörg og græn laufblöð í krónunni? 9 Gerðu grein fyrir kerfi Linnés sem er notað til þess að greina plöntur. Smáblóm. Plöntur af þremur mismunandi ættum. SJÁLFSPRÓF ÚR 5.2

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=