Lífheimurinn

58 PLÖNTUR Útlit og gerð blóma Í blómvendi má oft sjá blóm með undurfögrum litum og sérkennilegri lögun. Til eru líka blóm sem eru græn eða svo smá að þau sjást varla. Það á til dæmis við um blóm margra trjáa. En þótt blómin séu ólík að gerð og útliti er hlutverk þeirra alltaf eitt og það sama: að sjá til þess að plönturnar geti fjölgað sér og aukið útbreiðslu sína. Það sem við tökum yfirleitt fyrst eftir í blómi eru krónublöðin . Þau gefa blómunum mismunandi lit og lögun. Stundum eru krónublöðin laus hvert frá öðru, til dæmis hjá brennisóleyju, en stundum eru þau samvaxin, til dæmis hjá bláklukku. Undir krónublöðunum sitja græn bikarblöð . Þau umkringja blómhnappinn og vernda hann áður en blómið opnast, springur út. Æxlunarfæri plantna eru í blómunum Inni í blóminu, innan við krónublöðin, finnum við æxlunarfæri plönt- unnar. Flestar plöntur hafa bæði karlkyns og kvenkyns æxlunarfæri í sama blóminu. Kvenkyns æxlunarfærin kallast fræva sem situr oftast í miðju blóminu. Neðsti hluti frævunnar kallast eggleg , upp úr því geng- ur stilkur, sem nefnist stíll, og efst á honum er fræni . Í eggleginu er eitt eða fleiri eggbú og þar er eggfruman. Karlkyns æxlunarfærin heita fræflar . Þeir eru oftast margir og rað­ ast kringum frævuna. Efsti hluti fræfilsins heitir frjóhnappur . Í þessum knappi myndast frjókorn sem eru sambærileg við sáðfrumur. Bikarblað Frjóhnappur með frjókornum Fræva Eggbú með eggfrumu Eggleg Krónublað Fræni Inni í blóminu eru mikilvæg líffæri. Þar eru æxlunarfæri plöntunnar – fræflar og fræva. Fræfill Kerfi Linnés studdist við æxlunarfæri plantna Sænski náttúrufræðingurinn Carl von Linné var uppi á 18. öld og hann skipti plöntum jarðar í mismunandi hópa eftir fjölda og útliti fræfla og fræva. Linné nefndi þær plöntur fræplöntur sem höfðu fræfla og frævur en þær sem voru án þessara æxlunarfæra nefndi hann gróplöntur eða blómleysingja. Flóra er samheiti yfir allt plönturíkið en er einnig haft um greiningarhandbók yfir plöntur. Í slíkum bókum eru yfirleitt greiningarlyklar þannig að menn geti greint til tegundar þá plöntu sem þeir rekast á hverju sinni. Enn þann dag í dag eru plöntur flokkaðar í flórubókum eftir þessu kerfi Linnés. Við greiningu plantnanna eru fræflar og frævur taldar og önnur smáatriði eru skoðuð til þess að finna út réttu tegundina. Linné gaf mörg þúsund plöntum og dýrum nöfn. Á myndinni til hliðar er eftirlætisplanta Linnés, lotklukka, sem fékk heiti sitt eftir honum sjálfum: Linnaea borealis. SAGNFRÆÐI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=