Lífheimurinn

57 PLÖNTUR Æðar flytja vatn og sykur Fræplöntur þurfa vatn og fæðu rétt eins og aðrar lífverur. Til að annast flutning vatns um plöntuna hafa þær rætur, stöngul og laufblöð með æðum í. Þær eru æðplöntur eins og byrkningarnir. Æðarnar í laufblöð- unum kallast oft æðstrengir . Ræturnar sjúga upp vatn og steinefni úr jarðveginum. Vatnið getur svo borist eftir æðunum til annarra hluta plöntunnar. Ef planta fær of lítið vatn tekur hún að drúpa og drepst á endanum. Plöntur geta líka flutt næringu sína eftir æðunum. En hvaðan kemur næringin? Svarið er að plöntur geta framleitt sykur í grænum laufblöðum með hjálp sólarljóss. Sykurinn er næringin sem plantan þarf til þess að vaxa. Framleiðsla sykurs kallast ljóstillífun og á sér stað með hjálp blað- grænunnar í grænukornum plöntufrumnanna. Laufblöðin fá orku til ljóstillífunar úr geislum sólar og blaðgrænan beislar orkuna. Trén bæta nýjumæðum við á hverju ári Æðarnar, sem flytja vatn og sykur um tré, eru yst í stofninum, undir berkinum . Á hverju ári myndast nýjar æðar undir berkinum og þess vegna verður trjástofninn sífellt gildari. Ef við fellum tré getum við séð nýju og gömlu æðarnar sem árhringi í stofninum. Stundum sjáum við gömul tré þar sem stofninn er algerlega holur að innan en tréð lifir engu að síður og laufblöðin í krónunni eru græn. Tréð lifir svo lengi sem æðarnar undir berkinum eru starfandi. Viðurinn í miðju stofnsins er fyrst og fremst til styrktar. Ef æðarnar undir berkinum verða fyrir skaða er hins vegar hætt við að tréð eigi erfitt uppdráttar. Rætur trés eru oft álíka miklar að umfangi og sá hluti sem er ofanjarðar. Rætur stórs lauftrés geta tekið upp um 400 lítra af vatni á sólarhring. Þetta vatnsmagn nægir til þess að fylla tvö baðkör. Kjötætuplöntur á Íslandi Í heitu löndunum vaxa margar stórar kjötætuplöntur. Hér á landi finnast þrjár tegundir plantna sem nærast að hluta á smádýrum. Í rökum og næringarsnauðum mýrum getum við rekist á sérkennilega plöntu sem heitir sóldögg. Hún býr til eigin næringu með hjálp blaðgrænu og sólarljóss – rétt eins og aðrar plöntur. En þessi planta getur fengið aukaskammt af næringu með því að veiða lítil dýr og melta þau. Á blöðunum eru hár með slími, svokölluð kirtilhár. Skordýr og fleiri smádýr festast við hárin ef þau koma við þau og plantan leysir upp næringuna úr dýrunum og nýtir sér hana. Lyfjagras er önnur tegund sem nýtir skordýr á þennan hátt. Á myndinni má sjá flugur sem hafa fest í slímugum blöðum á lyfjagrasi. 200 lítrar 200 lítrar LÍF Í ÞRÓUN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=