Lífheimurinn

56 5.2 Hjá lífverum hafa þróast mismunandi aðferðir við fjölgun og við flutning vatns. Margar fræplöntur bera litfögur blóm, sum stór en önnur smærri eins og dýragrasið. Blómplöntur og barrté eru fræplöntur Hvað er fræplanta? Öll barrtré og allar plöntur, sem bera blóm, dreifast með fræi. Þær kall- ast þar af leiðandi fræplöntur . Til þeirra teljast meðal annars sóleyjar, fíflar og allar plöntur sem við köllum venjulega blómjurtir . Grös og lauftré eru líka blómjurtir, en blóm þeirra eru oft smá og grænleit og því ber yfirleitt ekki mikið á þeim, en þó eru til lauftré sem bera áberandi blóm. Sumar fræplöntur lifa í vatni, til dæmis vatnaliljur. Grenitré, furur og önnur barrtré bera ekki eiginleg blóm. Þau hafa hins vegar köngla með fræjum í og teljast því til fræplantna. Einir er eini barrviðurinn, sem hefur vaxið hér frá ómunatíð. Hann myndar ekki köngla heldur ber með fræjum. Vel búin fræ Fræplöntur komu fram síðar en gróplönturnar. Fræplöntur hafa engu að síður vaxið lengi á jörðinni. Fyrstu fræplönturnar voru barrtré sem voru komin fram þegar á tíma risaeðlanna. Fræplöntur með blómum, eiginlegar blómjurtir , komu ekki fram fyrr en síðar. Fræin eru bæði stærri og betur búin en gróin hjá gróplöntunum. Í fræinu er meðal annars forðanæring (nokkurs konar nesti) sem nýja plantan (plöntufóstrið) lifir á þar til hún hefur fengið sín fyrstu lauf- blöð og getur framleitt eigin næringu. Fjölgun með gróum Vatn og steinefni gegnum yfirborðið Vatn og steinefni um rætur og eftir æðum Fjölgun með fræi þörungar mosar byrkningar barrtré blómjurtir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=