Lífheimurinn
55 Gróin sjá um fjölgunina Á mörgum burknum sitja gróin á neðra borði blaðanna. Þar myndast þau í smáum gróhirslum . Þyrpingar af þessum gróhirslum mynda brún- leita bletti undir blöðunum. Þessir blettir kallast gróblettir . Í hverri gró- hirslu er aragrúi gróa sem losna þegar þau eru orðin þroskuð. Ef gró lendir á heppilegum stað getur vaxið upp smávaxin planta sem kallast kynliður (forkím). Á kynliðnum myndast bæði karl- og kvenkynfæri. Þegar raki er nægur, til dæmis eftir regnskúr, syndir sáð- fruma frá karlkynfærinu og yfir að eggfrumunni í kvenkynfærinu og frjóvgun verður. Eftir frjóvgunina vex síðan ný burknaplanta, gróliður , upp úr kynliðnum sem eyðist og deyr. Jafnar og elftingar Jafnar og elftingar eru byrkningar eins og burknarnir. Sumir jafnar mynda langan og jarðlægan stöngul og á honum eru greinaskúfar. Litunarjafni vex á Íslandi og var fyrrum notaður til að lita fatnað en seyði af honum þótti líka gott gegn verkjum og öðrum kvillum. Elftingar minna oft á lágvaxin barrtré. Klóelfting þótti fyrrum góð gegn margs konar kvillum, til dæmis þvagteppu, og var líka kölluð kveisugras. Jafnar og elftingar vaxa yfirleitt á rökum og skuggsælum stöðum, líkt og burknar. Allar þessar plöntur fjölga sér með gróum. 1 Nefndu þrjá hópa lífvera sem fjölga sér með gróum. 2 Nefndu nokkrar algengar gróplöntur. 3 Hvert er hlutverk gróa hjá plöntum? 4 Hvaða plöntur eru elstu æðplöntur jarðar? 5 Hvers vegna eru mosar viðkvæmir fyrir mengun? 6 Hvar myndast gróin hjá mosum? 7 Hvað er mór? 8 Hvernig flyst vatn í byrkningum? 9 Hvernig fjölga burknar sér? 10 Hvar getum við nú helst fundið leifar byrkningatrjáa? 11 Að hvaða leyti eru byrkningar betur lagaðir að lífi á landi en þörungar? PLÖNTUR Klóelfting er algeng um allt land. SJÁLFSPRÓF ÚR 5.1
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=