Lífheimurinn

54 PLÖNTUR Byrkningar hafa æðar Gróplöntur hafa vaxið lengi á jörðinni. Á millj- ónum ára þróuðust þær og urðu sífellt hærri. Þá nægði loftrakinn ekki til þess að sjá þeim fyrir því vatni sem þær þurftu á að halda. Hjá sumum byrkn- ingum komu fram rætur sem gátu sogið upp vatn úr jarðveginum. Hjá þeim myndaðist líka stofn eða stöngull og laufblöð með æðum , eins konar „vatns- leiðslur“ sem fluttu vatn um plöntuna. Plöntur, sem hafa svona æðar, kallast æðplöntur . Byrkningar voru fyrstu æðplönturnar á jörðinni. Fyrir nokkur hundruðum milljóna ára, talsvert fyrir tíma risaeðlanna, uxu á jörðinni víðáttumiklir skógar með byrkningatrjám. Nú finnast leifar byrkninga- trjánna í steinkolum. Nú eru meginhópar byrkninga þrír: burknar , jafnar og elftingar . Í hitabeltinu vaxa burknatré sem geta orðið 25 metra há. Burknar til lækninga Fyrrum voru margvíslegar ormapestir algengar og þær gátu verið hættulegar. Úr jarðstönglum sumra burkna, til dæmis stóraburkna, voru unnin lyf sem komu að gagni við ýmsum innyflaormum. Ekki mátti þó taka of mikið af þessum lyfjum því að þá gátu menn orðið blindir. Algengir burknar á Íslandi Tófugras, stóriburkni og köldugras eru þrír af algengustu burknum landsins. Tófugras er algengt um allt land í urðum og klettasprung- um og er oft lágvaxið en getur þó orðið um 30 sentimetrar á hæð. Stóriburkni er stærsti burkninn og getur orðið metri á hæð. Hann vex í djúpum hraungjótum og -sprungum og í kjarri. Köldugras vex í hraunum og klettum og er á stærð við tófugras, en blöðin eru þykk og skinnkennd og sígræn. Plantan vex upp af láréttum jarðstöngli sem er sætur á bragðið og plantan kallast því einnig sæturót. Burknar vaxa stundum í þéttum þyrpingum sem kallast burknastóð. Köldugras Tófugras Stóriburkni SAGAN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=