Lífheimurinn

53 PLÖNTUR vatnsforðabúr og það getur komið sér vel fyrir náttúruna í kring í mikl- um þurrkum. Mýrar og önnur svæði, þar sem vatn er mikið og stöðugt, kallast einu nafni votlendi og mikilvægt er að vernda þau. Vegna vatns- drægni sinnar voru barnamosar notaðir fyrr sem bleiur og sárabindi. Barnamosar geta orðið margra alda gamlir, jafnvel mörg þúsund ára gamlir. Efsti hluti þeirra vex og er lifandi en þeir deyja neðan frá og hvítna. Í blautum mýrum er lítið súrefni og því fátt um sundrendur og þess vegna breytist mosinn ekki í gróðurmold við rotnun. Þess í stað hleðst dauða efnið upp undir lifandi mosanum og myndar þykk lög sem kallast mór . Mórinn getur orðið yfir tíu metra þykkur og hann finnst víða í mýrum. Fyrrum var hann skorinn úr mýrunum og þurrk- aður og hafður til eldsneytis, meðal annars á Íslandi. Mótekja lagðist af hér á landi þegar kol og olía komu til sögunnar. Fjölgun mosa Hvernig myndast þessar mosabreiður sem við sjáum svo víða úti í nátt- úrunni? Mosaplönturnar eru ýmist karlkyns eða kvenkyns. Á karlplönt- unum myndast sáðfrumur og eggfrumur á kvenplöntunum. Í röku veðri synda sáðfrumurnar yfir til eggfrumnanna og frjóvga þær. Upp af frjóvg- aðri eggfrumunni vex stilkur og á enda hans er gróhirsla með gróum. Þegar gróin hafa þroskast rifnar gróhirslan og gróin dreifast með vindi. Þau eru svo smá að þau sjást aðeins í smásjá. Ef gró lendir á stað þar sem er hæfilega rakt og hlýtt getur vaxið upp ný mosaplanta. Mosar geta líka fjölgað sér þannig að lítill hluti plöntunnar losnar frá henni og tekur að vaxa á nýjum stað. Gróhirslur sumra mosa eru efst á grönnum stilk sem vex upp úr mosaplöntunni. Steingervingafræðingar hafa fundið leifar dýra og jafnvel manna djúpt í mýrum. Þessi maður fannst í mýri við Tollund í Danmörku og kallast Tollund-maðurinn. Í mýrum er mjög lítið súrefni og þess vegna verður lítil rotnun þar. Það skýrir að líkaminn er svona heillegur þótt liðin séu meira en 1000 ár frá því að maðurinn dó.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=