Lífheimurinn

52 5.1 Hvað er gróplanta? Lengi framan af voru bakteríur, þörungar og frumdýr einu lífverurnar í lífríki jarðar. Löngu síðar komu fram fyrstu sveppirnir og plöntur- nar. Þessar lífverur fjölguðu sér með gróum, rétt eins og bakteríurnar, þörungarnir og frumdýrin. Gró eru á margan hátt sambærileg fræjum, en þau eru miklu minni. Plöntur, sem fjölga sér með gróum, kallast gróplöntur og þær mynda hvorki blóm né fræ. Gróplöntur hafa blaðgrænu , eins og þörungar og sumar bakteríur, og þess vegna geta þær búið til eigin næringu og það súrefni sem þær þarfnast. Algengustu gróplöntur nú eru mosar og byrkningar . Mosar í mjúkri og grænni breiðu Mosar eru lágvaxnar plöntur, oft aðeins lítill stöngull með grænum og smáum blöðum . Þær eru veikburða og vaxa því þétt saman og styðja hver aðra og mynda oft mjúka, græna mottu eða breiðu á yfirborðinu. Undir mosabreiðunni helst jarðvegurinn hæfilega rakur og plönturnar varna því að hann skolist burtu með regni eða rennandi vatni. Þetta veldur því að næringarefnin haldast í jarðveginum og þau nýtast því fyrir aðrar plöntur. Mosar hafa engar eiginlegar rætur heldur eingöngu smáa, fíngerða þræði sem kallast rætlingar , sem nægja til að festa mosana. Mosar hafa heldur engar leiðslur sem flytja vatn frá einum hluta plöntunnar til annars. Þess í stað taka þeir vatnið upp í gegnum allt yfirborðið. Mosar eru því mjög viðkvæmir fyrir mengun í umhverfinu. Mosar vaxa mjög hægt og þrífast best í rökum skógum og með flétt- um á hraunum og grjóti. Á Íslandi vaxa um 800 tegundir af mosum. Sumir þeirra minna á smávaxin pálmatré en aðrir á fjaðrir. Einn al- gengasti mosi heimsins kallast hrísmosi og hann var áður fyrr víða not- aður til þess að þétta rifur milli bjálka í húsum og kallast því „veggja- mosi“ á mörgum tungumálum. Barnamosi myndar mó Í mýrum, þar sem raki er mikill og stöðugur, eru barnamosar mjög al- gengir. Barnamosar eru dæmi um mosa sem mynda mó. Þeir eru þann- ig gerðir að þeir draga í sig mikinn raka. Mosinn er því eins konar Mosar og byrkningar eru gróplöntur Myndinar sýna fjórar tegundir mosa sem eru algengar á Íslandi. Bleytuburi Hraungambri Holtasóti Lindarskart

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=