Lífheimurinn

• að þekkja nokkrar algengar plöntur • um það hvernig plöntur fjölga sér • um frævun og frjóvgun • svolítið um aldin og fræ • um það hvernig við nýtum plöntur • um það hvernig plöntur lifa veturinn af Plöntur lifa nánast alls staðar – í skógum og móum, í stöðuvötnum og í höfum, til fjalla og í þéttbýli. Sumar plöntur eru á hæð við tíu hæða hús og eru mörg þúsund ára gamlar en aðrar eru svo smáar að þær sjást ekki nema í smásjá. Plöntur eru ekki aðeins fagrar og litríkar – þær eru undirstaða nær alls lífs á jörðinni. Þær framleiða þá næringu og það súrefni sem við þurfum. Úr þeim fáum við efni í föt og byggingarefni í hús. 1 Nefndu nokkrar tegundir plantna sem þú þekkir. 2 Hvernig heldur þú að plönturnar fjölgi sér? 3 Hvað þurfa plöntur til þess að vaxa? 4 Nefndu nokkra hluti sem þú notar daglega og eru úr plöntum. 5 Frá mosum til mikilla trjáa 51 5.1 Mosar og byrkningar eru gróplöntur 5.2 Blómplöntur og barrté eru fræplöntur 5.3 Fræ og aldin myndast eftir frævun og frjóvgun Í BRENNIDEPLI: Sérhæfðir frævarar 5.4 Frá fræi til plöntu Plöntur Á haustin hafa blóm eplatrésins þroskast og þar eru nú komin gómsæt epli með fræjum. Í ÞESSUM KAFLA LÆRIR ÞÚ EFNI KAFLANS

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=