Lífheimurinn

49 SVEPPIR OG FLÉT TUR SAMANTEKT Berserkjasveppur og mygli. Sníkjusveppur á tré. Kúalubbi Gersveppir fjölga sér með knappskoti. Fléttur geta vaxið á berum klöppum. 4.1 4.2 4.3 Þannig lifa sveppir • Mörg sveppaldin skiptast í hatt og staf. • Meginhluti sveppsins er undir yfirborðinu og kallast sveppþræðir. • Sveppþræðirnir mynda gríðarstórt net sem kallast einu nafni mygli. • Sveppirnir, sem vaxa upp frá myglinu, kallast sveppaldin. • Í sveppaldinunum myndast gró sem sveppurinn fjölgar sér með. Gróin mynda nýtt mygli ef þau lenda á stað þar sem er hæfilegur raki og hæfilega hlýtt. • Sveppum er oft skipt í hópa eftir því hvar gróin myndast. Þeir helstu eru pípusveppir, fansveppir, belgsveppir, kóralsveppir, broddsveppir og disksveppir. • Sveppir hafa ekki blaðgrænu og þurfa því að fá næringu sína frá öðrum lífverum. • Margir sveppir eru rotverur. Þeir nærast á leifum dauðra dýra eða plantna. Ferlið kallast rotnun og við það losna næringarefnin á ný út í lífkeðjuna. • Sníkjusveppir taka næringu sína frá öðrum lífverum. Fótsveppurinn er dæmi um sníkjusvepp. • Sveppir geta unnið með öðrum lífverum, oft með trjám. Bæði sveppurinn og tréð hagnast á samstarfinu sem kallast samlífi. Sveppir til gagns og skaða • Sumir sveppir eru góðir og hollir og jafnast á við besta grænmeti. • Margir sveppir eru hins vegar eitraðir. • Gerið, sem við notum til baksturs, inniheldur einfruma gersveppi sem lyfta deiginu (hefa það) með því að láta frá sér lofttegund. • Pensilín er unnið úr sérstökum myglusveppi sem framleiðir efni sem hamlar fjölgun baktería. Sumir myglusveppir eru skaðlegir og þeir geta til dæmis eyðilagt hús og skemmt brauð. Fléttur – samlífi svepps og þörungs • Fléttur skiptast í þrjá meginhópa: blaðfléttur, runnfléttur og hrúðurfléttur. • Fléttur hafa engar rætur og taka vatn og steinefni beint úr umhverfinu. Þær eru því viðkvæmar fyrir mengun í andrúmslofti. • Fléttur eru gerðar úr einfruma þörungum sem eru umluktir af sveppþráðum. • Þörungurinn notar blaðgrænu til að búa til næringu bæði handa sveppnum og sjálfum sér. Sveppþræðirnir skýla og hlífa þörungnum og draga úr uppgufun. Samstarfið kallast samlífi. • Fléttur eru mjög harðgerar lífverur sem geta lifað þar sem ekkert annað þrífst.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=