Lífheimurinn

48 SVEPPIR OG FLÉT TUR Náið samlífi Flétta er í raun og veru tvær ólíkar lífverur sem starfa saman. Fléttan er gerð úr einfruma grænþörungi eða blábakteríu sem sveppþræðir umlykja. Þörungurinn er með blaðgrænu og býr til sykur sem verður næring bæði fyrir hann og sveppinn. Sveppþræðirnir vernda viðkvæman þörunginn fyrir þurrki og hnjaski. Sveppurinn tekur upp vatn og stein- efni úr undirlaginu og andrúmsloftinu og miðlar því til þörungsins. Samvinna af þessu tagi kallast samlífi . Samvinna þessara tveggja ólíku lífvera er þeim báðum til mikilla hags- bóta og saman verða þær miklu sterkari en hvor í sínu lagi. Þetta veldur því að þær geta vaxið á klöppum og grjóti þar sem ekkert annað þrífst. Flétta er gerð úr þörungum sem eru innan um sveppþræði sem veita þeim vernd. Þörungur Sveppþráður Fyrstu landnemarnir Fléttur fjölga sér þegar litlir hlutar þeirra losna frá og þeir taka að vaxa á nýjum stað. Ný flétta getur líka orðið til þegar sveppagró af réttri tegund hitta fyrir þörungafrumur af tegund sem getur tekið upp sam- starf við sveppinn. Fléttur eru oft fyrstu lífverurnar sem nema land á nýju landsvæði. Þær geta vaxið beint á bergi þótt þar sé enginn jarðvegur. Smám saman myndast jarðvegur úr dauðum fléttum og efnum sem safnast þar fyrir og aðrar plöntur, meðal annars mosar, geta þá vaxið þar. Flétturnar búa þannig í haginn fyrir aðrar plöntur sem geta komið í kjölfarið. 1 Hvaða litir eru algengastir á fléttum? 2 Nefndu tvær algengar fléttur sem vaxa á Íslandi. 3 Hvað kallast þrír meginhópar fléttna? 4 Hvers vegna vaxa yfirleitt fáar fléttur í og við þéttbýli? 5 Lýstu gerð fléttna og samstarfi lífveranna sem þær eru úr. SJÁLFSPRÓF ÚR 4.3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=