Lífheimurinn

47 4.3 Fléttur til skreytinga Flestir kannast við aðventukransa og aðrar skreytingar sem teknar eru fram um jólin. Til skreytinga eru oft notaðir könglar af barrtrjám, en líka fléttur, yfirleitt hreindýramosi. Ýmsar fléttur voru líka notaðar fyrr á öldum til þess að lita fatnað. Sem dæmi má nefna litunarmosa (litunarskóf) sem var notaður til að lita fatnað rauð- eða brúnleitan og jafnvel gulan. Geitanafli er blaðflétta og ein af þremur algengustu geitaskófum hér á landi. Þrenns konar fléttur Fléttur, sem kallast líka skófir, eru mismunandi í útliti. Margar þeirra eru gráleitar, en aðrar skarta skærum litum, til dæmis appelsínugulum. Engjaskófir og geitaskófir eru algengar fléttur á Íslandi. Þær eru flatar og blaðkenndar og liggja yfirleitt samhliða undirlaginu. Þannig fléttur kallast blaðfléttur . Fjallagrös eru líka mjög algengar blaðfléttur á Íslandi. Hreindýramosi og fleiri fléttur líkjast einna helst smávöxnum runnum og kallast einu nafni runnfléttur . Á klöppum og steinum og á berki trjáa má oft sjá eins konar hrúður í margvíslegum litum, meira eða minna fast við undirlagið. Þessar fléttur kallast hrúðurfléttur . Á Íslandi vaxa að minnsta kosti 700 tegundir fléttna og þar af eru yfir 400 hrúðurfléttur. Viðkvæmar lífverur Fléttur hafa engar rætur og taka vatn og fleiri efni inn beint úr umhverfinu. Þær eru því mjög viðkvæmar fyrir mengun í andrúms- loftinu og eru oft notaðar sem mælikvarði á loftmengun. Þar sem um- hverfismengun er mikil sjást þær varla. Þetta er skýringin á því að fáar fléttur sjást í grennd við þéttbýli. Úti í náttúrunni eru þær hins vegar algengar, einkum til fjalla, bæði með öðrum gróðri og þar sem ekkert annað þrífst. Fléttur – samlífi svepps og þörungs SAGAN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=