Lífheimurinn

46 Gersveppir og húðsveppir Þegar við bökum er það gerið í deiginu sem veldur því að brauðið lyftist (hefast). Í gerinu eru örsmáir, einfruma gersveppir. Þeir fjölga sér með því að mynda smá útskot eða knappa sem stækka og losna síðan frá. Þetta kallast knappskot . Þegar sveppirnir nærast á sykrinum í deiginu myndast litlar loftbólur sem þenja deigið út. Í hitanum í bakarofninum drepast ger- sveppirnir og deigið hættir að lyftast. Sveppirnir drepast líka ef við setjum of heitan vökva í deigið. Brauðið verður þá flatt og hart, það „fellur“. Á hýði vínberja (þrúgna) lifir tegund gersveppa sem eru notaðir til þess að búa til vín. Aðrir gersveppir eru notaðir við bjórgerð. Þá má líka nota gersveppi við vinnslu pappírs og til þess að framleiða matvæli úr olíu. Á húð okkar geta verið örsmáir sveppir. Stundum verða þeir til vandræða og geta meðal annars átt þátt í að við fáum flösu. Fótsveppur stafar einnig af þessum sveppum. Mygluð hús og mögnuð lyf Myglusveppir eru annar hópur sveppa sem geta bæði verið mjög skað- legir og orðið til mikils gagns. Sveppir í híbýlum manna geta valdið lasleika hjá íbúunum, auk þess að skemma húsin, og í mygluðu brauði geta verið hættuleg eiturefni. En sumir myglusveppir eru mjög gagnlegir. Pensilín er unnið úr sérstakri tegund myglusveppa. Þetta efni hamlar fjölgun baktería og er notað til þess að lækna mjög marga bakteríusjúkdóma. Myglusveppir eru líka notaðir við ostagerð og gefa þeim bragð. Myglusveppir og gersveppir eru notaðir í líftækni til þess að fram- leiða ýmis mikilvæg vítamín, ensím og lyf. Við eigum örugglega eftir að heyra fréttir um ný notkunarsvið sveppa í framtíðinni. 1 Hvers vegna er okkur ekki óhætt að borða alla sveppi sem sum önnur dýr éta? 2 Á hverju nærast gersveppir í deigi? 3 Úr hverju er pensilín unnið? 4 Hvernig fjölga gersveppir sér? 5 Útskýrðu af hverju deig lyftir sér (hefast). 6 Nefndu nokkur dæmi um það hvernig við notum sveppi. Gersveppir fjölga sér með því að mynda litla knappa (lítil útskot) sem stækka, losna frá og verða að nýjum gersvepp. SVEPPIR OG FLÉT TUR SJÁLFSPRÓF ÚR 4.2

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=