Lífheimurinn

SVEPPIR OG FLÉT TUR Sveppir eru viðkvæmir Kantarellur og kóngssveppur þykja einna bestir matsveppa hér á landi. Brýnt er að hafa það hugfast að sveppir geymast illa. Best er að tína þá í gisnar körfur þannig að lofti vel um þá og skera af þeim skemmdir um leið og þeir eru tíndir. Síðan á að bursta af þeim óhreinindi og skera hvern svepp í tvennt til þess að fullvissa sig um að hann sé ekki maðkaður. Sveppina á að geyma á svölum stað ef þeir eru ekki borð­ aðir strax. Hvernig má varast eitraða sveppi? Eitraðir sveppir hafa engin sameiginleg einkenni sem unnt er að benda á og því er erfitt að gefa algildar reglur um hvernig megi forðast þá. Best er að læra að þekkja algengustu matsveppi, annað­ hvort af sveppafróðu fólki eða með því að styðjast við handbók, og halda sig síðan eingöngu við þær tegundir. Til er á Íslandi lítill, brúnleitur sveppur sem heitir viðarkveif (sjá mynd hér til hliðar). Frá því um aldamótin 2000 hefur hans orðið vart hér á landi í breiðum á stígum sem hafa verið lagðir viðarkurli, einkum norðan- og austanlands. Viðarkveifin inniheldur banvænt eiturefni og er því mjög varasöm. Þetta gefur því tilefni til tveggja varúðarreglna: tínið aldrei litla, brúna sveppi sem þið rekist á, hversu girnilegir sem þeir kunna að vera. Látið líka alhvíta sveppi í skógum eiga sig. Smjörsteiktir, þurrkaðir eða frystir Suma sveppi, til dæmis kantarellur, er best að skera í litlar sneiðar, salta og steikja í smjöri á pönnu þar til þeir verða svolítið stökkir. Aðrir sveppir verða bestir ef þeir eru soðnir áður en þeir eru borðaðir. Ef ætlunin er að geyma sveppi má þurrka þá eða frysta. Þurrkaðir sveppir geymast árum saman. Sveppatínsla Það getur verið spennandi og skemmtilegt að fara út í skóg að hausti og leita matsveppa. Ef farið er með einhverjum sveppafróðum, eða sveppahandbók er tekin með, er fremur auðvelt að læra að þekkja nýja sveppi. Góðir sveppir fyrir byrjendur eru kúalubbi, lerkisveppur og furusveppur, sem eru algengir, en auk þess má nefna kantarellu og kóngssvepp, sem eru fágætari. Eftir notalega dvöl í skóginum er gott að koma heim aftur og elda dýrlega villisveppasúpu. 45 Í BRENNIDEPLI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=