Lífheimurinn

44 4.2 Mikilvægt er að læra að þekkja æta sveppi frá óætum. Til eru handbækur sem leiðbeina fólki um það hvaða sveppir eru ætir og hverjir eru eitraðir. Berserkjasveppur, eitraður Kantarella, góður matsveppur Sveppir fyrr og nú Menn hafa borðað sveppi í þúsundir ára. Til forna þóttu sveppir víða mikið hnossgæti, til dæmis í Kína, Grikklandi og Rómaveldi. Hér á landi er tiltölulega stutt síðan menn fóru að nýta sveppi til matar. Sveppir voru gjarna kallaðir gorkúlur og fólk var varað við því að fá gróin í augun, því að þau gætu valdið blindu. Íslendingar hafa þó nýtt sveppi í stórum stíl til matar allt frá landnámi, en þó aðeins samlífisform þeirra, fléttur. Fjallagrös eru fléttur sem vaxa, eins og nafnið gefur til kynna, einkum til fjalla. Þau eru mjög algeng á Íslandi og voru tínd í stórum stíl fyrr á árum, allt fram á 20. öld. Fólk fór þá í grasaferðir , oftast í júní. Ferðirnar stóðu oft í eina til tvær vikur og grösin voru flutt heim á hestum, hreinsuð og þurrkuð og geymd til vetrarins. Þau voru etin og gert af þeim seyði og enn fremur voru þau notuð til litunar. Rannsóknir benda til þess að efni í fjallagrösum geti styrkt ónæmiskerfi líkamans. Frá fornu fari hafa menn enn fremur borðað eitraða sveppi sem vímugjafa. Þegar fyrir 3000 árum notuðu indíánar sveppi til að koma sér í vímu og komast í samband við anda sína og guði. Þá er sagt að norrænir víkingar hafi komið sér í ham með því að neyta berserkjasveppa áður en þeir réðust til vígaferla. Þetta telja þó fróðir menn nútímans að sé einfaldlega skáldskapur eða þjóðsaga. Sveppir til gagns og skaða Fæða margra lífvera Sveppir hafa ekki verið nýttir mikið á Íslandi fyrr en á síðustu árum. Sveppir eru ágætur matur og næringarríkur líkt og grænmeti. Í sveppa- tínslu fær fólk auk þess holla hreyfingu og það getur notið fagurrar náttúru. Sniglar éta marga góða matsveppi og verða oft á undan okkur og flugur verpa í þá, t.d. kúalubba, og þá verða þeir maðkaðir. Sumir halda að okkur sé óhætt að borða alla sveppi sem dýr éta en málið er ekki svo einfalt. Sumir eitraðir sveppir líta vel út, eru bragðgóðir og ilma vel, og sum dýr geta étið þá þótt þeir séu banvænir fyrir okkur. ✝ ✰✰✰ SAGAN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=