Lífheimurinn

43 SVEPPIR OG FLÉT TUR Rotverur lifa á dauðum plöntum eða dýrum Sumir sveppir fá næringu sína frá dauðum plöntum eða dýr- um. Þeir gegna mjög mikilvægu hlutverki í náttúrunni, ásamt bakteríum. Þeir brjóta nefnilega niður dauðar lífverur og breyta þeim í mold. Þetta kallast rotnun og lífverur, sem afla sér fæðu við rotnun, kallast einu nafni rotverur . Við rotnunina losna næringarefni úr dauðu lífverunum og verða tiltæk í jarð- veginum fyrir plönturnar. Langflestir sveppir eru rotverur. Samlífi – samvinna ólíkra lífvera Sveppir geta líka fengið næringu sína með því að taka upp samvinnu við plöntur, til dæmis tré. Sveppþræðirnir í jarðveg- inum leita uppi trjárætur og mynda fíngert net umhverfis þær. Þetta kallast svepprót . Kúalubbi, furusveppur og kóngssveppur eru dæmi um sveppi sem mynda svepprót með trjám. Ef fólk veit um sveppategund sem fylgir sérstakri trjátegund nægir að leita uppi tré af þessari tegund og þá er næsta öruggt að finna sveppinn þar á vaxtartíma hans. Svepprótin er gagnleg bæði fyrir tréð og sveppinn. Sveppurinn fær sykrur og vítamín úr rótum trjánna og tréð fær aðstoð frá sveppþráðunum við að taka upp vatn og ýmis steinefni úr jarðveginum. Yfirborð trjárótanna getur stækkað mörg þúsund sinnum vegna sveppþráðanna. Þegar tvær ólík- ar lífverur vinna saman án þess að valda hvor annarri skaða er talað um samlífi . Margir sveppir mynda svepprót með trjám. 1 Nefndu tvo algenga matsveppi. 2 Hvað kallast net sveppþráða sem vex niðri í jarðveginum? 3 Hvers vegna geta engir sveppir framleitt eigin fæðu? 4 Hvað er sníkjusveppur og hvernig aflar hann sér næringar? 5 Teiknaðu mynd af svepp og merktu helstu hluta hans. 6 Hvað er samlífi? 7 Hvaða gagn hafa sveppir af samlífi við tré? 8 Gerðu grein fyrir þremur mismunandi aðferðum sem sveppir nota til þess að afla sér næringar. 9 Gerðu grein fyrir fjölgun sveppa. Í hvaða hópi sveppa eru flestir sveppir sem þú finnur í sveppatínsluferð? Sveppþræðir Svepprót Rætur trésins SJÁLFSPRÓF ÚR 4.1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=