Lífheimurinn

42 SVEPPIR OG FLÉT TUR Hvorki plöntur né dýr Sveppir líkjast plöntum að sumu leyti en dýrum að öðru leyti. Eins og margar plöntur eru þeir fastir í jarðveginum, frumur þeirra hafa frumuveggi og þeir fjölga sér með gróum . En sveppir hafa ekki, frekar en dýr, græna litar­ efnið blaðgrænu. Þar af leiðandi geta þeir hvorki búið til þá fæðu né það súrefni sem þeir þurfa á að halda. Þeir taka fæðu sína frá öðrum líf- verum, lifandi eða dauðum. Sumir sveppir geta hreyft sig. Slímsveppir, til dæmis tröllasmjör, sem hefur fundist hér á landi, geta skriðið eftir undirlagi sínu. Hreyfingin er hins vegar mjög hæg. Fyrr á öldum trúði fólk því að það yrði fyrir álögum ef það snerti svona svepp. Sveppþræðir gráskeljungs vaxa inn í gömul og fúin tré og sjúga næringu úr því. Sníkjusveppir lifa á lifandi plöntum eða dýrum Sumir sveppir lifa sem sníklar á lifandi plöntum eða dýrum. Slíkir sníkjusveppir geta lifað nánast hvar sem er – á stofn- um trjáa eða á húð manna sem fótsveppur. Á gömlum trjám má stundum sjá sveppi sem vaxa út úr stofnunum. Þetta eru pípusveppir sem sníkja á trénu. Sveppurinn tekur næringu sína frá trénu með sveppþráðum sem vaxa í berkinum eða inni í stofninum. Fyrir kemur að sveppurinn drepi tréð. Í öðrum löndum voru þessir sveppir notaðir á margvís- legan hátt, meðal annars sem beita fyrir fisk eða sem nála- púðar og sumir voru svo harðir að nota mátti þá sem brýni fyrir hnífa. Ein tegund sveppa, tundursveppur, var notuð til þess að kveikja upp eld.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=