Lífheimurinn

40 Berserkjasveppur er eitraður og á stafnum á honum er kragi og á hattinum eru hvítar skellur. Kraginn, skeiðin og skellurnar eru leifar af himnu sem umlukti allan sveppinn þegar hann byrjaði að rísa upp úr jarðveginum. Hvar finnum við sveppi? Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið sveppur? Kannski sérðu fyrir þér hvíta sveppi í öskju úr stórmarkaðnum. Sveppir lifa einkum í skógum en við sjáum þá líka á túnum, í vegarköntum og í görðum. Stundum sjáum við líka sveppi á fúnum trjástofnum og á trjábolum. Sveppir vaxa þó ekki bara úti í villtri náttúrunni. Þeir vaxa til dæmis líka á húð okkar og á öðrum dýrum og í húsum. Sveppir finnast um allan heim. Sveppafræðingar þekkja um 100.000 tegundir sveppa og á hverju ári greina þeir eitt þúsund nýjar tegundir hið minnsta. Á Íslandi hafa fundist tæplega 2000 tegundir sveppa og þar af eru nokkrir tugir ágætra matsveppa en auk þess eru um 700 tegundir sveppa sem finnast í samlífi með þörungum í fléttum. Hér finnast líka allmargar tegundir eitraðra sveppa og um tugur þeirra er mjög varasamur. Mygli er sveppþræðir undir yfirborði jarðvegsins Flestir matsveppir vaxa upp úr jörðinni sem stafur með hatti og neð- an á hattinum eru eins konar blöð eða lag af sam- vöxnum pípum. En þessir sveppir, sem við sjáum úti í náttúrunni, eru aðeins lítill hluti allrar lífverunnar. Meginhluti sveppsins er ósýnilegur. Hann er gerður úr gríðarlega víðáttumiklu neti grannra sveppþráða . Samanlögð lengd sveppþráða í einum lítra af mold getur verið 120 kílómetrar! Þetta net sveppþráða kallast í heild mygli . Í sameiningu mynda sveppþræðirnir gríðarstórt net sem kallast mygli. Þannig lifa sveppir 4.1 Fanir með gróum Kragi Stafur Skeið Hattur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=