Lífheimurinn
4 Samvinnufúsar lífverur Sveppir eru mjög sérstakur hópur lífvera. Þeir líkjast hvorki dýrum né plöntum. Sumir þeirra geta meira að segja hreyft sig úr stað. Víða erlendis ríkti sú hjátrú fyrr á öldum að fólk gæti breyst í tröll ef það snerti tiltekna sveppi. Nú eru sveppir notaðir bæði til matar og til lyfjagerðar. Sveppir eru oft í nánu sambýli með öðrum lífverum. Sumir sveppir lifa til dæmis í samlífi með tilteknum þörungategundum og saman mynda þessar ólíku lífverur fléttur. 1 Búðu til lista yfir þá sveppi sem þú þekkir. Hverjir þeirra eru ætir og hverjir eru eitraðir? 2 Hvers vegna heldur þú að við finnum helst sveppi síðla sumars og á haustin? 3 Fléttur vaxa oft á berum klöppum og grjóti. Hvernig heldur þú að þessar lífverur fari að því að lifa þetta af? 4.1 Þannig lifa sveppir 4.2 Sveppir til gagns og skaða Í BRENNIDEPLI: sveppatínsla 4.3 Fléttur – sambýli sveppa og þörunga • að sveppir mynda sérstakt ríki lífvera • að sveppir ljóstillífa ekki og eru því ófrumbjarga • að sveppir og plöntur geta unnið saman • að sumir sveppir eru ætir en aðrir eru eitraðir • að það eru sveppir sem valda því að brauð hefast (lyftir sér) • að fléttur eru þörungar og sveppir sem lifa saman • að margar fléttur vaxa þar sem engar aðrar lífverur þrífast 39 Sveppir og fléttur Fléttur þurfa engan jarðveg. Þær geta vaxið á berum klöppum og grjóti og eru oft býsna litríkar. Í ÞESSUM KAFLA LÆRIR ÞÚ EFNI KAFLANS
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=