Lífheimurinn

ÞÖRUNGAR OG FRUMDÝR 1 Úr hversu mörgum frumum er hvert frumdýr gert? 2 Hvernig fjölga frumdýr sér? 3 Nefndu tvö frumdýr og lýstu þeim. 4 Hvar lifa frumdýr? 5 Nefndu tvo sjúkdóma sem stafa af frumdýrum. 6 Hvernig lifa frumdýr af mikinn þurrk? 7 Hvað er mýrakalda? Hvað veldur henni og hver eru helstu einkenni sjúkdómsins? 37 3.1 3.2 Mýrakalda berst með moskítóflugu. Stórir þörungar og smáir • Þörungar eru misstórir. Í fjörum og á grunnsævi við Ísland eru stórvaxnir brúnþörungar algengir og þeir kallast þang og þari, en smásæir þörungar mynda plöntusvifið. • Helstu hópar stórra þörunga eru grænþörungar, brúnþörungar og rauðþörungar. • Klóþang og bóluþang eru algengir brúnþörungar í fjörum hér á landi. • Svif er gert úr lífverum sem eru smáar og berast með straumum í höfum og vötnum. • Þörungar hafa blaðgrænu og geta því ljóstillífað og búið til eigin fæðu. Þeir eru frumbjarga. • Háplöntur á landi eru komnar af einföldum grænþörungum. • Sumir þörungar eru notaðir til manneldis. Frumdýr eru mikilvægur hluti dýrasvifsins • Maðurinn og öll önnur dýr eru líklega komin af einhvers konar frumdýrum. • Frumdýr eru einfrumungar. • Frumdýr, sem eru á reki í vatni, eru hluti dýrasvifsins. • Frumdýr éta bakteríur og plöntusvif. • Mýrakalda og svefnsýki eru dæmi um sjúkdóma sem frumdýr valda. Þessi frumdýr smitast með flugum. SJÁLFSPRÓF ÚR 3.2 SAMANTEKT Frumdýr. Þörungar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=