Lífheimurinn

36 ÞÖRUNGAR OG FRUMDÝR Frumdýr sem valda sjúkdómum Í mörgum heitum löndum lifa frumdýr sem valda sjúkdómum hjá mönnum. Á hverju ári deyja næstum því þrjár milljónir manna í hita­ beltinu úr sjúkdómi sem kallast mýrakalda (líka kallaður malaría). Meirihluti þeirra sem deyja er börn. Sjúkdómurinn stafar af litlu frum­ dýri sem dreifist með moskítóflugum. Reynt er að fækka flugunum á þessum svæðum með því að ræsa fram votlendið þar sem flugan verpir eggjum sínum og með því að eitra fyrir henni. Þá er líka reynt að verj­ ast sjúkdómnum með því að bólusetja fólk gegn honum, en illa hefur gengið að búa til bóluefni sem virkar nægilega vel. Ef fólk ætlar að ferðast til lands þar sem mýrakalda er algeng þarf það að taka lyf í forvarnarskyni. Moskítóflugur lifa ekki á Íslandi. Þær lifa á öðrum Norðurlöndum, en ekki frumdýrið, sem veldur mýra­ köldu. Svefnsýki er annar sjúkdómur sem finnst í hitabeltinu og stafar af frumdýri. Menn fá þetta frumdýr í sig þegar tsetse-flugur stinga þá og sjúga úr þeim blóð. Svefnsýki einkennist af mikilli þreytu og háum hita og fólk megrast og getur dáið. Ömbur eru enn annar hópur frumdýra sem geta meðal annars valdið alvarlegum magasjúkdómum. Mýrakalda er sjúkdómur sem berst milli manna með moskítóflugum. Sjúkdómurinn er algengur í löndunum sem eru rauð á kortinu. Moskítóflugan á myndinni er sýnd í um það bil tvítugfaldri stækkun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=