Lífheimurinn

35 Frumdýr eru mikilvægur hluti dýrasvifsins Hvað er frumdýr? Frumdýrin eru í reynd einna fjarskyldustu „ættingjar“ okkar. Af þeim eru líklega öll önnur dýr komin, og er maðurinn þá ekki undanskilinn. Frumdýrin eru smáar, einfruma lífverur. Þau lifa í vatni og anda að sér súrefni. Þótt þau séu gerð úr aðeins einni frumu er verkaskipting innan frumunnar og hver hluti gegnir sínu hlutverki. Í ildýri tekur til dæmis einn hluti frumunnar inn fæðu en annar hluti hennar skilar út úrgangi. Frumdýr fjölga sér með skiptingu . Eins og bakt­ eríur geta þau myndað dvalagró ef lífsskilyrði verða erfið. Mikið er af dvalagróum frumdýra í þurrkuðu heyi, því að frumdýrin bregðast við þurrkinum með því að mynda slík gró. Ef við setjum heyið í vatn lifna dvalagróin á nokkrum dögum og vatnið verður iðandi af frumdýrum. Mikilvæg smádýr Frumdýrin geta hreyft sig úr stað en þau rekur oft fyrir straumum vatnsins. Slík dýr tilheyra dýrasvifinu . Þessi dýr éta plöntusvif og bakteríur. Frumdýrin eru sjálf mik­ ilvæg fæða svolítið stærri dýra, til dæmis krabbadýra og hjóldýra sem eru líka hluti dýrasvifsins. Þessi dýr verða svo fæða fiska og annarra stærri dýra. Steypireyðurin, stærsta dýr jarðar, lifir til dæmis að mestu leyti á þessum stærri dýrum í dýrasvifinu. Frumdýr lifa líka í rökum jarðvegi og maga jórtur­ dýra. Ásamt bakteríum auðvelda frumdýrin jórturdýr­ unum, til dæmis kúm og kindum, að vinna úr plönt­ unum fæðuefni sem þau geta tekið upp og nýtt sér. Mörg frumdýr hafa um sig skel úr kalki. Þegar þau drepast falla skeljarnar til botns og þar sem mikið er af þessum frumdýrum getur með tímanum myndast kalk­ steinn og síðar marmari úr skeljunum. 3.2 Ildýr Hlaupadýr Lúðurdýr Amba Klasadýr er sérstætt frumdýr því að það er í reynd mörg dýr sem lifa saman í sambúi. Bjölludýr

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=