Lífheimurinn

34 ÞÖRUNGAR OG FRUMDÝR Einfruma þörungar mynda plöntusvifið Þær lífverur, sem rekur stjórnlaust með straumum í höfum og vötnum, kallast svif . Einfruma þörungar, sem lifa þannig, mynda plöntusvifið. Þessir þörungar eru mjög margvíslegir að gerð og lögun. Kísilþörungar og skoruþörungar eru meginhluti plöntusvifsins. Kísliþörungar minna á litlar dósir með loki og botni. Með hjálp sólar­ ljóssins geta þeir meðal annars búið til olíu. Í mörgum olíulindum heimsins er olía sem talið er að sé komin úr kísilþörungum sem lifðu fyrir milljónum ára. Lífverurnar í plöntusvifinu nýta blaðgrænuna til þess að beisla sólarorkuna og nota hana til þess að búa til eigin fæðu sem nýtist svo öðrum lífverum. Fjöldi þörunga í plöntusvifi hafanna getur orðið gríð­ arlega mikill. Plöntusvifið er síðan mikilvæg fæða fyrir mörg dýr. Eins og áður hefur komið fram framleiðir plöntusvifið mikinn hluta þess súrefnis sem er í andrúmsloftinu. 1 Hvað heitir græna litarefnið í þörungum? 2 Nefnið tvennt sem þörungar geta framleitt. 3 Hvaða hópur þörunga getur lifað á mestu dýpi í höfunum? 4 Nefndu tvær gerðir þörunga sem eru hluti plöntusvifsins. 5 Hvað er trjágræna? 6 Hvaða lífverur eru komnar af grænþörungum? 7 Gerðu grein fyrir plöntusvifinu. 8 Lýstu því hvernig augnglennan getur lifað hvort sem er sem planta eða dýr. Hvaða afleiðingar heldur þú að það hefði ef allt plöntusvif hyrfi? Augnglenna – þörungur eða dýr? Augnlennan er merkileg lífvera. Hún er einfruma þörungur og syndir í vatni með hjálp langs þráðar sem kallast svipa. Nafnið augnglenna er dregið af því að hún hefur ljósnæman augndíl sem gerir henni kleift að hreyfa sig í átt að ljósi. Augnglennan býr yfir þeim sérstæða eiginleika að geta bæði étið sem dýr og ljóstillífað sem planta. Hún hefur blaðgrænu en ekki eiginlegan frumuvegg sem aðrir þörungar og plöntur hafa. Ef augnglennur lifa í myrkri hverfur blaðgrænan úr þeim og um leið missa þær hæfileikann til þess að búa til eigin fæðu. Þá taka þær til við að éta, þær breytast í frumdýr. LÍF Í ÞRÓUN SJÁLFSPRÓF ÚR 3.1 Grænþörungar Skoruþörungur Kísilþörungar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=