Lífheimurinn

33 Beltaskipting þörunga í fjörum Flestir hafa komið í fjöru og séð þær lífverur sem vaxa þar og lifa. Það er áberandi að fjörur eru mjög mismunandi, bæði hvað varðar þörungagróður og dýralíf. Þörungar eru yfirleitt ríkuleg­ astir þar sem undirlagið er klappir og stórgrýti og brim er ekki mikið. Ef að er gáð má sjá að þörungarnir raða sér í belti eftir hæð í fjörunni. Efst má oft sjá blaðlaga rauðþörunga og græna slikju mjög fíngerðra grænþörunga. Síðan tekur hver þangteg­ undin við af annarri niður alla fjöruna. Klóþang og bóluþang eru mjög algengir brúnþörungar í íslenskum fjörum og geta orðið tugir sentimetra á lengd. Þar fyrir neðan koma aðrir allstórir brúnþörungar. Inni á milli finnast grænþörungar. Ýmsir rauð­ þörungar og grænþörungar eru á víð og dreif innan um þangið í fjörunni. Þar fyrir neðan vaxa stórvaxnir brúnþörungar sem kallast þari og þá erum við komin niður fyrir eiginlega fjöru. Þarinn kemur sjaldnast allur upp úr sjó þótt fjari út og hann myndar víða svonefnda þaraskóga þar sem þaraplönturnar geta orðið fjögurra metra háar hér við land. Rauðþörungar vaxa á meira dýpi en nokkrir aðrir þörungar, niður á 250 metra dýpi eða meira. Þessir þörungar hafa blað­ grænu, eins og aðrir þörungar, en auk þess rautt litarefni sem getur beislað orkuna þótt birtan á svo miklu dýpi sé afar tak­ mörkuð. Dauðir þörungar skolast oft upp á fjörur og mynda þar gjarna hrannir (hrúgur). Þar verpa þangflugur og lirfurnar éta rotnandi þörungana. Lirfurnar eru mikilvæg fæða fugla. Þetta lífræna efni má nota sem næringarríkan áburð á tún og akra. Úr þörungum er líka unnið gel eða hlaup sem er notað meðal annars í rjómaís, brauð og kökur, sælgæti og rak­ sápu. Í Japan og Kína rækta menn þörunga og nýta þá á svipaðan hátt og við nýtum grænmeti. Hér á landi hafa menn öldum saman tínt söl, sem tilheyra rauðþörungum, í fjörum og borðað. Ef til vill verða þörungar enn mikilvægari fæðugjafi í framtíðinni. Þörungar raða sér í belti í fjörunni. ÞÖRUNGAR OG FRUMDÝR Rauðþörungar, söl Beltisþari og hrossaþari Skúfaþang og sagþang Klóþang og bóluþang Dvergaþang og klapparþang Grænþörungar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=