Lífheimurinn

32 Hvað er þörungur? Til eru margar tegundir þörunga . Sumar tegundirnar eru stórvaxnar og vaxa á sjávarbotni við strendurnar. Þær stór­ vöxnu, sem eru í fjörunum og á landgrunninu, tilheyra brún­ þörungum og kallast þang og þari . Flestar tegundir þörunga eru þó agnarsmáar lífverur sem sjást aðeins í smásjá. Margir þessara þörunga eru bara ein fruma. Þörungar lifa bæði í fersku vatni og sjó. Hluti þeirra lifir líka á landi. Trjágræna er til dæmis örsmár þörungur sem vex á rökum trjástofnum og gefur þeim græna slikju. Frumur flestra þörunga hafa frumukjarna og grænukorn. Bláþörung­ arnir eru þó undantekning frá þessu. Þeir eru dreifkjörnungar og eru oftast flokkaðir með bakteríum. Í frumum allra þörunga eru auk þess önnur litarefni. Frumur þörunganna taka vatn beint inn gegnum frumu­ vegginn og því þurfa þörungar engar rætur. Sumir þörungar geta fjölgað sér með því að hluti þeirra losnar frá plöntunni og tekur að vaxa á nýjum stað. Þörungar geta líka fjölgað sér með kynæxlun. Kynæxlunin tryggir aukinn breytileika afkvæmanna og þörungar eiga því auðvelt með að laga sig að breytingum í umhverfinu. Þörungar eiga sér margvíslegan uppruna og eru sundurleitur hópur. Af fornum, einfruma þörungum spruttu fjölfruma þörungar og löngu síðar þróuðust fyrstu einföldu háplönturnar af grænþörungum. Stórir þörungar og smáir Bóluþang er algengur brúnþörungur í fjörum við Ísland. Þang og þari eru uppeldisstaður, heim- ili og felustaður margra smádýra. Sprettfiskur Kræklingur Burstaormur Þanglús Snúðormar Mærudoppa Marfló Þangfluga 3.1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=