Lífheimurinn

31 • að þörungar eru mikilvægustu framleiðendur fæðu í vatni • að sumir stórir brúnþörungar kallast þang eða þari • að smáir þörungar mynda plöntusvifið • að frumdýr eru hluti dýrasvifs 3 Forðabúr hafanna Í höfunum lifa þörungar sem framleiða fæðu með hjálp blaðgrænu og sólarljóss. Sumir þeirra eru agnarsmáir, en aðrir mun stærri. Smáu þörungarnir eru margir einfrumungar og sjást ekki með berum augum en stærri þörungana sjáum við víða í fjörum. Í höfunum lifa margar tegundir smárra dýra sem rekur fyrir straumum og éta bakteríur og smáa þörunga. Sum þessara dýra, frumdýrin, eru aðeins ein fruma og hafa lifað mjög lengi í höfunum. Öll fjölfruma dýr eiga sameiginlega forfeður með sumum frumdýrum, einnig maðurinn. Þörungar eru undirstaða lífríkisins í hafinu og meginhluti þess súrefnis, sem er í andrúmsloftinu, er tilkominn vegna ljóstillífunar þeirra, einkum þörunganna í plöntusvifinu. 1 Hvaða þörunga þekkir þú? Hefur þú séð einhvern þeirra með eigin augum? 2 Hvers konar lífverur eru frumdýr? 3 Hvers vegna eru þörungar mikilvægir fyrir lífið á jörðinni? 3.1 Stórir þörungar og smáir 3.2 Frumdýr Kísilþörungar geta beislað sólarljósið með hjálp blaðgrænu. Í þeim myndast meðal annars olía. Þörungar og frumdýr Í ÞESSUM KAFLA LÆRIR ÞÚ EFNI KAFLANS

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=