Lífheimurinn

15 LÍFIÐ Á JÖRÐUNNI SAMANTEKT Fræðin um lífið • Lífverur eru allt sem lifir. • Mennirnir teljast til spendýra. • Það einkennir lífverur að þær fæðast, vaxa og anda, þær þurfa orku, þær geta fjölgað sér og þær deyja. Flestar lífverur geta hreyft sig úr stað. • Líffræði fjallar um lífið í öllum myndum þess. • Grasafræði fjallar um plöntur og dýrafræði fjallar um öll dýr jarðarinnar. • Allar lífverur eru gerðar úr smáum frumum. Plöntufrumur hafa um sig sterkan frumuvegg, þær hafa safabólu og grænukorn, en þessir hlutir finnast ekki í dýrsfrumum. • Líffræðingurinn Linné nafngreindi margar tegundir plantna og dýra á 18. öld. • Lífverum er skipt í skylda hópa eftir sameiginlegum forfeðrum. Þær einingar sem eru neðstar í flokkunarkerfinu eru ættir, ættkvíslir og tegundir. Fyrra nafnið í tegundarheiti lífveru segir til um þá ættkvísl sem tegundin tilheyrir. • Einstaklingar af sömu tegund geta eignast frjó afkvæmi saman. • Lífverur sem eru blendingar tveggja mismunandi tegunda kallast kynblendingar. Líffræðilegur fjölbreytileiki • Lífið varð til í hafinu eða undir yfirborði jarðar fyrir þremur til fjórum milljörðum ára. Nú lifa trúlega yfir tíu milljón tegundir lífvera á jörðinni. • Í þessari bók er lífverum skipt í fimm hópa: 1 Bakteríur 2 Þörunga og frumdýr 3 Sveppi og fléttur 4 Plöntur 5 Dýr • Þróunartré sýnir hvernig allar lífverur hafa þróast út frá einföldum bakteríum. • Flóra er hugtak sem nær yfir allar plöntur jarðar og fána er samsvarandi hugtak yfir öll dýr jarðar. • Við rannsóknir í náttúruvísindum beita menn vísindalegri aðferð. • Tilgáta er vel hugsuð ágiskun um það hvernig eitthvað er eða hvað líklegt er að gerist í tilraun. • Við eigum að geta endurtekið tilraun í náttúruvísindum aftur og aftur og fengið ávallt sömu niðurstöðu. 1.1 1.2 Plöntufruma. Rauðsmári, Trifolium pratense . Öll hundakyn tilheyra sömu tegundinni. Þróunartré lífvera. Vísindaleg aðferð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=