Lífheimurinn

29 LÍFIÐ Á JÖRÐUNNI SAMANTEKT Bakteríur lifa alls staðar • Bakteríur skiptast í þrjá hópa eftir lögun: hnettlur, stafbakteríur og gormbakteríur. • Bakteríur voru líklega fyrstu lífverurnar á jörðinni. • Blábakteríur í stöðuvötnum og höfum framleiða súrefni. • Flestar bakteríur fjölga sér með skiptingu. • Bakteríur eru mikilvægar í náttúrunni því að þær sundra dauðum plöntum og dýrum. Þær brjóta til dæmis niður alls konar leifar í safnhaugi og breyta þeim í gróðurmold. • Bakteríur, sem lifa í þörmum okkar, hjálpa til við að melta fæðuna og þær vinna úr henni vítamín. • Bakteríur dreifast á marga vegu, til dæmis með lofti og drykkjarvatni eða við snertingu milli manna. • Sjúkdómar, sem orsakast af bakteríum eða öðrum smitefnum, kallast smitsjúkdómar. • Sjúkdómur, sem breiðist hratt út og sýkir marga, kallast faraldur. • Meðgöngutími sjúkdóms er sá tími sem líður frá því að maður verður fyrir smiti og þar til hann er orðinn veikur. • Pensilín er lyf sem drepur bakteríur og er notað gegn sýkingum. Slík lyf kallast sýklalyf. • Við getum komið í veg fyrir að matvæli skemmist með því að þurrka, salta, sykra, súrsa eða reykja þau og með því að kæla þau eða frysta. Bakteríur í þjónustu manna • Líftækni felst í því að við nýtum bakteríur eða aðrar lífverur við framleiðslu eða önnur gagnleg ferli. • Við getum meðal annars framleitt lyf, súrmjólk og metangas með hjálp baktería. • Bakteríur í rótum hrísgrjónajurtarinnar og plantna af ertublómaætt geta bundið nitur úr andrúmsloftinu. • Við getum notað bakteríur til þess að hreinsa vatn í hreinsistöðvum. Veirur eru háðar lífverum • Veirur eru miklu minni en bakteríur og þær geta bara fjölgað sér í lifandi frumum. • Margs konar kvefpestir og inflúensa stafa af veirum. Sjúkdómurinn alnæmi stafar líka af veirusýkingu. • Venjuleg sýklalyf duga ekki gegn veirum og því verður líkaminn sjálfur að vinna bug á veirusýkingum. Bakteríur brjóta niður lífrænt efni í safnhaugum. Bakteríur í rótum hrísgrjónajurtarinnar vinna nitur úr loftinu. 2.1 2.2 2.3 Mörg dýr breiða út sjúkdóma. Þrjár mismunandi gerðir baktería.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=