Lífheimurinn

28 BAKTERÍUR OG VEIRUR Veirusjúkdómar Vörtur, frunsur og alnæmi eru dæmi um sjúkdóma sem stafa af veirum. Kvef orsakast líka af veirum. Til eru yfir 100 mismunandi tegundir veira sem valda kvefi. Við getum líka fengið matareitrun vegna veira og margar umgangspestir (magapestir) stafa af veirum. Þessar veirur smitast oftast með menguðu vatni eða menguðum matvæl- um. Telja má líklegt að ekki minna en helm- ingur fjarvista úr vinnu verði vegna veikinda af völdum veirusýkinga. Því miður koma venjuleg sýklalyf ekki að gagni gegn veirusýkingum og þá verður lík- aminn sjálfur að berjast gegn sjúkdómnum. Til eru önnur lyf sem koma að gagni gegn sumum veirusjúkdómum. Margar veirur eru viðkvæmar fyrir hita og ýmsum efnum. Með því að þvo okkur vel um hendur og sjóða drykkjarvatn og mat getum við oft komist hjá því að sýkjast af veirum eða bakteríum. Við getum auk þess látið bólusetja okkur gegn sumum veirusjúkdómum. Bólusetningu er beitt til dæmis gegn inflúensu, hettusótt, mislingum og rauðum hundum. Ef margir eru bólusettir minnka líkurnar á faraldri. Smáu, bláu flekkirnir eru mikið stækkaðar herpesveirur sem hafa ráðist á frumu. Þessar veirur geta meðal annars valdið frunsum (áblæstri) hjá okkur. 1 Með hvaða tæki skoða menn veirur? 2 Hvers konar efni héldu menn að veirur væru áður en þær voru uppgötvaðar? 3 Nefndu þrjá sjúkdóma sem orsakast af veirum. 4 Hver er helsti munurinn á veirum og bakteríum? 5 Hvernig fjölga veirur sér? 6 Hvaða ráðum getum við beitt til þess að komast hjá bakteríu- og veirusýkingum? 7 Hvers vegna hjálpar það ekki að taka pensilín þegar við erum kvefuð? SJÁLFSPRÓF ÚR 2.3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=