Lífheimurinn

27 2.3 Að lokum springur fruman og fjöldi nýrra veira losnar út og getur ráðist á nýjar frumur. Veira ræðst á frumu og kemur erfðaefni sínu inn í hana. Höfuð með erfðaefni. Veiran fjölgar sér síðan í frumunni. Hvað er veira? Veirur eru miklu minni en bakteríur. Þær eru svo smáar að þær sjást bara í rafeindasmásjá sem stækkar mörg hundruð þúsund sinnum. Ef við stækkuðum mann svona mikið yrði hann 300 kílómetra langur. Vísindamenn héldu að veirur væru eiturefni áður en þeir komust að því hvers konar fyrir- bæri þær eru. Veirur heita „virus“ á erlendum málum, en það orð þýðir upp- haflega eitur. Rétt eins og bakteríur geta veirur verið lengi í dvala og vaknað síðan til lífsins á ný. En veirur eru ólíkar bakteríum að því leyti að þær geta ekki fjölgað sér á eigin spýtur. Þess í stað verða þær að fjölga sér inni í lifandi frumum. Veiran ræðst inn í frumur og þvingar þær til að framleiða nýjar veirur í stórum stíl. Að lokum springur fruman og nýjar veirur losna sem ráðast á enn aðrar frumur. Ef þetta gerist í frumum okkar getum við orðið veik þegar nógu margar veirur hafa myndast. Vegna þess að veirur geta ekki fjölgað sér sjálfar eru þær yfirleitt ekki taldar til lífvera. Ný inflúensa á hverju ári Inflúensa (flensa) stafar af veiru og helstu einkenni þessa sjúkdóms eru hósti, beinverkir og hár hiti. Veirurnar koma oft fyrst fram í fuglum eða svínum í Asíu og berast þaðan í menn. Veirurnar breytast mjög auðveldlega og þess vegna kemur yfirleitt fram nýr inflúensufaraldur á hverju ári sem leggst á milljónir manna um allan heim. Á síðari árum hefur mikill fjöldi manna látið bólusetja sig gegn væntanlegum, nýjum inflúensufaröldrum sem oft gjósa upp á vetrum. Skæðasti inflúensufaraldurinn, sem hefur gengið yfir heimsbyggð- ina, var spánska veikin, sem svo var kölluð. Hún dró um 40 milljónir manna til dauða árið 1918. Árið 2005 kom fuglaflensa upp í Asíu og í baráttunni við hana hefur þurft að aflífa mjög marga alifugla. Veirur eru háðar lífverum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=