Lífheimurinn

26 BAKTERÍUR OG VEIRUR Bakteríur, lyf og umhverfisvernd Líftækni er ekki bara gagnleg í tengslum við matvælaframleiðslu. Með aðferðum nútímalíftækni geta menn nú nýtt sér bakteríur til þess að framleiða til dæmis bóluefni og lyf á borð við sýklalyf og insúlín . Fólk sem er sykursjúkt þarf á insúlíni að halda. Við nýtum okkur líka bakteríur í lífrænum hreinsistöðvum fyrir skólp. Í þessum stöðvum eyða bakteríurnar óhreinindunum í skólpinu svo að óhætt er að sleppa hreinsuðu vatninu út í náttúruna aftur. Það má því alls ekki losa eitruð efni í skólpið því að slík efni geta drepið gagnlegar bakteríur í hreinsistöðvunum. Stundum eru bakteríur, sem brjóta niður olíu, notaðar til þess að „hreinsa til“ eftir olíumengunarslys. Bakteríurnar nærast á olíunni og brjóta hana niður í hættulaus efni. Bakteríur má einnig nota til þess að framleiða metangas úr sorpi og skólpvatni og ekki er ólíklegt að hvers kyns úrgangur verði notaður æ meira í þessu skyni í framtíðinni. Gasið getur nýst sem eldsneyti fyrir bíla eða til þess að hita upp hús. Þegar olía mengar strendur nota menn oft bakteríur til þess að brjóta niður olíuna í skaðlausari efni. Hér eru menn að ná upp olíu. 1 Hvers konar bakteríur finnast í súrmjólk? 2 Nefndu lyf sem eru framleidd með hjálp baktería. 3 Hvað er líftækni? 4 Hvers vegna má ekki setja eitruð efni í skólpið? 5 Hvernig getum við nýtt gasið sem er framleitt úr sorpi og skólpi? 6 Hvað veistu um stóru heyrúllurnar á túnum til sveita? 7 Hvers vegna er lúpínan svona öflug landgræðsluplanta? Bakteríur í plöntuætum Margar plöntuætur hafa í meltingarfærum sínum sérstakar bakteríur sem brjóta niður harða veggi plöntufrumnanna. Það er þessum bakteríum að þakka að dýrin geta nýtt sér gagnlegt innihald plöntufrumna og efnið í frumuveggjunum sjálfum. Við höfum ekki þessar bakteríur í meltingarfærunum og getum því ekki melt frumuveggi í plöntum, en verðum að tyggja matinn vel eða sundra frumuveggjunum með suðu. Við getum hins vegar melt önnur efni í plöntum, t.d. í kartöflum og ýmsum aldinum og ávöxtum. LÍF Í ÞRÓUN SJÁLFSPRÓF ÚR 2.2

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=