Lífheimurinn
25 2.2 Í rótum hrísgrjónajurtarinnar eru bakteríur sem binda köfnunarefni beint úr andrúms- loftinu. Plantan fær þannig næringarefi og bændur þurfa fyrir vikið minni áburð. Bakteríur í þjónustu manna Holl og góð matvæli með bakteríum Við höfum margvíslegt gagn af bakteríum og öðrum örverum. Við getum til dæmis látið bakteríur framleiða ýmis efni sem við þurfum á að halda. Þegar við notum örverur (eða aðrar lífverur) við framleiðslu á lyfjum eða öðrum efnum eða notum þær við önnur gagnleg ferli tölum við um líftækni . Gagnlegar bakteríur eru meðal annars notaðar til þess að gefa mat- vælum gott bragð og líka til þess að þykkja þau. Í súrmjólk er til dæmis mikið af mjólkursýrubakteríum sem valda því að súrmjólkin verður bragð- góð og þykk. Mjólkursýrubakteríur eru líka notaðar við framleiðslu á mörgum ostum. Holurnar í ostinum verða til vegna þess að bakteríurnar láta frá sér loft sem safnast fyrir í holunum. Flestir kannast við stórar rúllur á túnum bænda á sumrin. Í rúllunum er hey sem húsdýrum er gefið á veturna, en auk þess fá þau oft bygg og fóðurbæti. Í heyinu eru bakteríur sem framleiða mjólkursýru og vegna hennar þrífast ekki aðrar skaðlegar bakteríur í því og þess vegna geymist heyið óskemmt í plastinu. Margar plöntur af ertublómaætt hafa bakteríur í rótum sínum sem vinna köfnunarefni úr loftinu, en efnasambönd þess eru mikilvæg nær- ingarefni fyrir plöntur. Þannig fær plantan næringarefni sem hefðu ann- ars ekki staðið henni til boða og bændur þurfa því fyrir vikið minni áburð. Lúpína er ein þessara plantna og er mikið notuð hér á landi til þess að græða upp gróðurlítið eða gróðurvana land. Hvítsmári, umfeðmingur og ertur eru dæmi um íslenskar plöntur af þessu tagi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=