Lífheimurinn

24 BAKTERÍUR OG VEIRUR Þegar við steikjum, sjóðum eða grillum mat drepast yfirleitt allar bakteríur vegna hitans. Matvæli og bakteríur Flestir hafa orðið fyrir því að fá í magann eftir að hafa borðað mat sem hefur verið geymdur of lengi eða ekki verið kældur nægilega. Þetta stafar af því að bakteríur í matnum hafa fjölgað sér mjög mikið og gefið frá sér eiturefni sem valda því að við verðum veik. Menn uppgötvuðu fyrir mörg þúsund árum að þeir gátu komið í veg fyrir að matur skemmdist með því að þurrka hann. Við vitum líka að ef við bætummiklum sykri, salti eða sýru í matinn þrífast bakteríur ekki í honum og ekki heldur ef við reykjum hann. Kæling hjálpar til við að varðveita matvæli óskemmd. Hún veldur því að bakteríur fjölga sér alls ekki eða mjög hægt. Mjólkin sem við kaupum er auk þess hitameðhöndluð þannig að allar bakteríur eru dauðar þegar hún er sett á fernur. Við getum einnig soðið niður matvæli, sett þau í loft- tæmdar umbúðir eða geislað þau til þess að drepa bakteríurnar. Því miður verður fólk stundum fyrir matareitrun. Í eða á kjúklingi geta til dæmis verið salmonellubakteríur eða aðrar bakteríur sem valda matareitrun. Hreinlæti og suða eru mikilvæg til að varna sýkingum. 1 Nefndu þrjár mismunandi gerðir af bakteríum sem eru ólíkar að lögun. 2 Hvernig fjölga bakteríur sér? 3 Nefndu þrjá sjúkdóma sem bakteríur valda. 4 Hvernig væri ástandið í náttúrunni ef engir sundrendur væru til? 5 Hvaða gagn gera þær bakteríur sem lifa í þörmum okkar? 6 Útskýrðu þessi orð: a) faraldur, b) meðgöngutími sjúkdóms, c) sýklalyf. 7 Hvernig var pensilínið uppgötvað? 8 Gerðu grein fyrir nokkrum aðferðum sem við getum notað til þess að vernda okkur gegn bakteríum. SJÁLFSPRÓF ÚR 2.1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=