Lífheimurinn
23 Pensilín og bóluefni bjarga mörgum mannslífum Mikilvægasta skrefið í baráttunni við bakt- eríur á tuttugustu öld var þegar pensilínið var uppgötvað. Þegar notkun þessa sýkla- lyfs hófst á árum síðari heimsstyrjaldarinnar höfðu menn loksins öflugt vopn gegn mörgum sjúkómum sem bakteríur valda. Menn hafa líka getað komið í veg fyrir miklar farsóttir með því að bólusetja fólk, einkum gegn veirusýkingum sem sýklalyf vinna ekki á. Með skipulagðri bólusetningu hefur þannig tekist að halda bæði lömunarveiki og bólusótt í skefjum. Ný smitefni og rannsóknir Menn uppgötva sífellt ný smitefni. Upp úr 1980 uppgötvaðist veiran sem veldur alnæmi og einnig bakt- ería sem getur valdið magasári. Nú heyrum við líka talað í fréttum um hermannaveiki, fuglaflensu, svína- flensu og ebólu. Vísindamenn leita líka stöðugt að nýjum lyfjum sem geta unnið á bakt- eríum sem hafa orðið ónæmar gegn pensilíni eða öðrum sýklalyfjum. Myndin hér til vinstri er af slökkvi- liðsmönnum sem þurfa oft að fást við mjög hættuleg efni. ÁR 1800 1900 2000 I BÓLUSÓTT KÓLERA BERKLAR SPÁNSKA VEIKIN ALNÆMI Louis Pasteur uppgötvar tengsl baktería og sjúkdóma Það var ekki fyrr en komið var undir lok 19. aldar sem franskur eðlis- og efna- fræðingur, Louis Pasteur, uppgötvaði sambandið milli baktería og sjúkdóma. Þessi nýja þekking varð til þess að bæta allt hreinlæti og hollustuhætti við heilsu- gæslu og dánartíðni minnkaði mjög mikið. Enska hjúkrunarkonan Florence Nightingale sýndi fram á að með hand- þvotti og öðrum þrifnaði gat hjúkrunar fólk bjargað lífi margra særðra her- manna. BÓLUSÓTT Dularfullar lofttegundir úr iðrum jarðar Langt fram á 19. öld trúðu menn því að sjúkdómar væru refsing Guðs eða að þeir stöfuðu af dular- fullum lofttegundum sem kæmu úr iðrum jarðar. Kólera er sjúkdómur sem leggst á meltingar færin og margir faraldrar hennar geisuðu í Evrópu og víðar á 19. öld. Þá vissu menn alls ekki hvernig mætti verjast þessum sjúkdómi. Í Stokkhólmi í Svíþjóð dóu til dæmis 200 manns á hverjum sólar- hring árið 1834. Nú vitum við að kólera smitast af bakteríu sem berst með menguðu vatni. Fyrr á öldum settu margir læknar upp grímur sem minntu á fuglsgogg til að koma í veg fyrir að þeir smituðust af„illu lofttegundunum“ sem áttu að valda ýmsum skæðum sjúkdómum. Grímurnar voru líkar þeirri sem sést á þessu málverki sem er frá dögum svartadauða.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=