Lífheimurinn

22 Í BRENNIDEPLI Baráttan við bakteríur og veirur Frá upphafi mannkyns hefur það mátt þola ýmiss konar skæða faraldra. Svartidauði, kólera og bólusótt eru aðeins fáein dæmi um illvíga faraldra sem gengið hafa yfir heiminn. Stundum voru þessir faraldrar mjög banvænir og milljónir manna dóu á skömmum tíma. Þá var talað um drepsóttir. Menn höfðu sjaldnast nokkra hugmynd um hvað það var sem olli þessum hörm- ungum. Það var ekki fyrr en menn fóru að nota smásjár á 17. öld að bakteríur voru uppgötvaðar. Þó liðu næstum því tvær aldir í viðbót áður en menn skildu að svo smáar lífverur gætu valdið sjúk- dómum hjá mönnum og jafnvel dregið fólk til dauða. Svartidauði herjar í Evrópu Meðal verstu hörmunga, sem mannkynið hefur mátt þola, var faraldur sem geisaði í Evrópu á 14. öld. Þeir sem sýktust af sóttinni fengu stór graftarkýli á líkamann eða svæsna lungnabólgu sem dró marga til dauða. Menn telja að fjórðungur íbúa í Evrópu – alls um 25 milljónir manna – hafi dáið í þessari drepsótt. Málverkið til hægri var málað í Flórens á Ítalíu þegar farsótt gekk yfir þar. Vægari faraldrar geisuðu einnig síðar í Evrópu, allt fram á tuttugustu öldina. Svartidauði geisaði á Íslandi árin 1402 til 1404 og annar faraldur árið 1494 og yfir helmingur landsmanna lést af völdum veikinnar. Þessi pest var líka kölluð plágan mikla hér á landi. Nú telja flestir að þessi sjúkdómur hafi orsakast af bakt- eríu sem barst milli manna með biti flóa sem báru með sér bakteríuna. Flærnar fengu bakteríuna í sig þegar þær sugu blóð úr svartrottum. Þessi sjúkdómur er sjaldgæfur nú á tímum og hann má lækna með sýklalyfjum. 1500 1700 SVARTIDAUÐI BÓLUSÓTT SVARTIDAUÐI SVARTIDAU SÁRASÓTT 1300 1600 SÁRASÓTT Smásjáin opnar nýjan heim Seint á 17. öld tókst mönnum að smíða smásjá sem gat stækkað hluti fimm hundruð sinnum. Með tilkomu þessa tækis opnaðist ný veröld innan líffræð- innar. Í fyrsta sinn í sögunni gátu menn skoðað bakteríur og aðrar örverur. Menn áttuðu sig þó ekki nærri strax á því að þessar lífverur gætu valdið sjúk- dómum. Tækið á myndinni er forveri nútímasmásjáa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=