Lífheimurinn
21 BAKTERÍUR OG VEIRUR Búklykt og andfýla Bakteríur geta valdið því að vond lykt verður af okkur. Sumar bakt- eríur í þörmunum mynda til dæmis lofttegundir sem lykta illa. Ef við böðum okkur ekki reglulega geta óhreinindin á húðinni orðið fæða fyrir bakteríurnar. Úr þeim efnum, sem þær nærast á, geta myndast illa lyktandi efni. Hreinn sviti er á hinn bóginn lyktarlaus, rétt eins og tárin, og báðir þessir vökvar innihalda mild, bakteríueyðandi efni. Matarleifar á tönnum geta líka orðið fæða fyrir bakteríur sem lifa í munninum. Bakteríurnar nærast á matarleifum og láta um leið frá sér tærandi efni sem skemma glerunginn og valda tannátu eða tannskemmd . Þessu fylgir oft andfýla. Pensilín og bóluefni Líkama okkar gengur yfirleitt vel að verjast ýmiss konar sjúkdómum. En stundum þurfum við að nota ýmiss konar efni sem drepa bakterí- urnar. Þessi efni kallast sýklalyf . Á hverju ári er stór hluti fólks á Íslandi meðhöndlaður með einhvers konar sýklalyfi. Pensilín er algengt sýklalyf sem er mikið notað gegn ýmiss konar smitsjúkdómum. Stundumhjálpar það því miður ekki sjúklingunum þótt þeir fái pensilín. Sumar bakteríur þola lyfið vegna þess að við höfum notað það of oft og þá geta orðið til ónæmir stofnar baktería. Með bólusetningum má verjast ýmsum sjúkdómum, sem bakteríur valda, til dæmis kíghósta, stífkrampa og berklum. Þá veikjumst við ekki af sjúkdómnum þótt við smitumst af honum. Pensilín var uppgötvað fyrir tilviljun Enski læknirinn Alexander Fleming var að störfum á rannsóknarstofu sinni árið 1928 og rannsakaði þá bakteríur. Hann fór eitt sinn í sumarfrí og gleymdi að ganga frá nokkrum ræktunarskálum með bakteríum á og ein þeirra stóð opin. Þegar hann kom til baka úr fríinu sá hann að gró af myglusveppnum Penicillium notatum hafði spírað og mygla tók að vaxa í skálinni. Kringum mygluna var eyða þar sem engar bakteríur uxu. Alexander dró þá ályktun af þessu að sveppurinn framleiddi efni sem dræpi bakteríur. Þetta nýja efni, sem reyndist vera mjög áhrifaríkt gegn bakteríum, fékk heitið pensilín (líka ritað penisillín), eftir latneska heiti myglusveppsins. Fyrir tilviljun hafði uppgötvast magnað lyf sem átti eftir að bjarga mörgum mannslífum! Alexander Fleming var aðlaður og hann fékk nóbelsverðlaunin árið 1945 fyrir uppgötvun sína. Ef pensilíns og annarra sýklalyfja hefði ekki notið við er talið að fjöldi jarðarbúa væri aðeins helmingur þess sem hann er í dag. Þannig prófuðu menn áhrif svita- lyktareyðis fyrr á árum. SAGNFRÆÐI
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=