Lífheimurinn

20 BAKTERÍUR OG VEIRUR Heilnæmar bakteríur Það er ekki bara úti í náttúrunni sem úir og grúir af bakteríum. Á og í líkama okkar eru tífalt fleiri bakteríur en frumurnar sem líkaminn er gerður úr. Bakteríurnar, sem lifa á húðinni á þér, eru jafnmargar og allir menn á jörðinni. Flestar þessara baktería sjá til þess að líkaminn starfi rétt og að okkur líði vel. Í þörmum okkar lifir til dæmis aragrúi baktería sem sundrar fæðunni og leysir úr henni vítamín sem gagnast okkur. Á húðinni lifa líka bakteríur í milljónatali og þær vernda okkur gegn sýkingum. Þar fer fram eilíf barátta milli þeirra baktería sem vernda okkur og hinna sem vilja ráðast á okkur. Þegar þú færð „unglingabólur“ veistu hvor hópurinn hefur unnið sigur! Bakteríur sem valda sjúkdómum Flestar bakteríur, sem við komumst í snertingu við dags dag- lega, eru óskaðlegar. En sumar tegundir baktería geta valdið sjúkdómum. Hver bakteríutegund veldur tilteknum sjúkdómi. Sumar hnettlur valda til dæmis hálsbólgu en aðrar geta valdið lungnabólgu, tannskemmdum eða lekanda og fleiri kynsjúkdómum. Ýmsar tegundir stafbaktería geta til dæmis valdið salmonellusýkingu, stífkrampa, kíg- hósta eða berklum. Sjúkdómar, sem bakteríur eða ýmis smitefni valda, kallast smit- sjúkdómar . Stundum breiðast þessir sjúkdómar mjög hratt út og mikill fjöldi fólks veikist og þá er talað um faraldur . Bakteríur smitast oft með hósta eða hnerra eða við kyn- mök. Sjúkdómsvaldandi bakteríur geta líka borist meðmat- vælum sem hafa ekki verið meðhöndluð rétt. Hættulegar bakteríur breiðast oft út með drykkjarvatni í löndum þar sem fráveitukerfi er lélegt eða ekkert og hreinlæti áfátt. Þegar fólk smitast af bakteríum getur talsverður tími liðið áður en þær hafa fjölgað sér svo mikið að þær nái að valda sjúkdómseinkennum. Þessi tími kallast meðgöngutími sjúkdóms. Þessi fallega baktería getur meðal annars valdið magasári. Hún þrífst vel í súru umhverfi magans og getur hreyft sig snöggt með löngu þráðunum sem standa út úr frumuveggnum. Mörg ágæt lyf eru til gegn bólum í húð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=