Lífheimurinn

18 2.1 Stafbakteríur „Lifandi steingervingar“ Líffræðingar hafa uppgötvað mjög sérstakar, frumstæðar örverur sem kallaðar eru fornbakteríur (eða fyrnur). Þær hafa meðal annars fundist í eldstöðvum á mörg þúsund metra dýpi í Kyrrahafinu, í fimbulkulda Suðurskautslandsins og við hveri, meðal annars hér á landi. Á myndinni sést neðansjávarhver af þessu tagi. Hluti fornbaktería lifir í umhverfi sem er nánast algerlega súrefnislaust og þar er mikill hiti, mikið af steinefnum og súrt umhverfi. Þar vinna þær orku úr brennisteinsvetni og það efni gegnir því sama hlutverki hjá þeim og sólin gerir hjá ljóstillífandi plöntum. Margir telja að fornbakteríur séu svipaðar fyrstu lífverunum sem urðu til í árdaga jarðar fyrir rúmum 3,5 milljörðum ára. Fornbakteríur eru nú oft flokkaðar sem sérstakur hópur, sem er skilinn frá venjulegum bakteríum. Hnettlur Gormbakteríur LÍF Í ÞRÓUN Ef við röðum eitt þúsund bakteríum í einfalda röð verður röðin um einn millimetri á lengd. Bakteríur lifa alls staðar Hvað eru bakteríur? Bakteríur lifa nánast alls staðar, í jarðvegi, lofti og vatni og líka á líkama okkar. Fæstar bakteríur sjást með berum augum og þess vegna þurfum við smásjá til þess að skoða þær. Lífverur, sem eru svona smágerðar, kall- ast örverur . Þegar við skoðum bakteríur í smásjá kemur í ljós að þær eru gerðar úr aðeins einni frumu og utan um hana er frumuveggur, en frumukjarni er enginn. Sumar bakteríur hafa stutta þræði sem þær geta sveiflað og notað til þess að færa sig úr stað. Til eru margar ólíkar tegundir baktería. Sumar eru kúlulaga, kall- aðar hnettlur eða kokkar , aðrar eru staflaga og kallast stafbakteríur og enn aðrar eru gormlaga og nefnast gormbakteríur . Bakteríur hafa líka verið kallaðar gerlar á íslensku og það orð kemur víða fram í samsettum orðum, til dæmis í gerlafræði, sem kallast þó líka bakteríufræði. Upphaf lífs á jörðinni Bakteríur voru fyrstu lifandi verurnar á jörðinni. Fundist hafa merki um bakteríur sem eru meira en 3,5 milljarða ára gamlar. Fyrir rúmum þrem- ur milljörðum ára varð til við þróun sérstakur hópur baktería í hafinu – blábakteríur . Þær innihéldu blaðgrænu, sem er grænt litarefni, og gátu því búið til súrefni. Vegna starfsemi þeirra jókst magn súrefnis smám saman á jörðinni. Tilkoma súrefnisins í andrúmslofti jarðar varð til þess að lífverur, sem nota súrefni við öndun, komu fram á sjónarsviðið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=