Lífheimurinn

2 17 2.1 Bakteríur lifa alls staðar Í BRENNIDEPLI: Baráttan við bakteríur og veirur 2.2 Bakteríur í þjónustu manna 2.3 Veirur eru háðar lifandi frumum Flestar bakteríur eru algerlega skaðlausar og margar þeirra eru á ýmsan hátt gagnlegar. Á húð okkar lifir til dæmis aragrúi baktería sem vernda okkur gegn sýkingum. Bakteríur og sveppir eru afar mikilvægar lífverur í náttúrunni. Ef bakteríur, sveppir og alls kyns smádýr brytu til dæmis ekki niður laufblöðin, sem falla á hverju hausti, í smáagnir myndu blöðin hlaðast upp á hverju ári. Frjósemi jarðvegsins yrði fljótlega engin ef þessar lífverur brytu ekki niður leifar annarra lífvera og kæmu efnum þeirra í umferð á ný. 1 Hvernig heldur þú að bakteríur berist milli manna? 2 Hvernig geymdi fólk matinn fyrr á tímum þegar hvorki voru til kæliskápar né frystikistur? 3 Gegn hvaða sjúkdómum hefur þú fengið bólusetningu? Kannaðu hjá bekkjarfélögunum við hvaða sjúkdómum þeir hafa verið bólusettir. Gagnlegar og skaðlegar Bakteríur og veirur • að bakteríur eru smáar lífverur og þær geta fjölgað sér hratt • að flestar bakteríur eru gagnlegar en sumar þeirra valda sjúkdómum hjá okkur • að veirur fjölga sér bara í lifandi frumum Í ÞESSUM KAFLA LÆRIR ÞÚ EFNI KAFLANS Í þörmum okkar lifa milljónir gagnlegra baktería sem hjálpa til við að melta fæðuna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=