Lífheimurinn
14 LÍFIÐ Á JÖRÐINNI Forvitnileg náttúra Menn hafa alla tíð verið forvitnir um nátt úruna í kringum sig. Það er meðal annars vegna þeirrar nauðsynjar að finna mat handa sér og sínum. Enn í dag vilja menn gjarna skilja eðli náttúrunnar. Það gera þeir til dæmis með því að fara út og rannsaka dýr og plöntur í náttúrulegu umhverfi þeirra. Í öðrum tilvikum þarf hjálpartæki, til dæmis tilraunaglös, háfa, sjónauka eða smásjá. Einnig getur verið gott að hafa hand bækur um ýmsa hópa lífvera. Lífríki plantna er oft kallað flóra og lífríki dýra kallast fána . Vísindaleg aðferð Þegar við stundum rannsóknir í líffræði og öðrum greinum náttúruvís indanna notum við oft sérstaka rannsóknaraðferð . Við styðjumst gjarna við eigin reynslu þegar við veljum viðfangsefni. Út frá henni setjum við fram skynsamlega ágiskun um það hvernig hlutir geti hugsanlega verið eða hvað geti hugsanlega gerst. Þetta kallast að setja fram tilgátu . Síðan könnum við hvað gerist með því að framkvæma rannsókn, við gerum tilraun eða söfnum gögnum með athugunum . Þá komumst við að því hvort tilgátan stenst. Það skiptir mjög miklu máli að nota vísindalega aðferð af þessu tagi því að við eigum að geta rannsakað sama hlutinn aftur og aftur og fengið sömu niðurstöðu í öll skiptin. Þegar tilgátan hefur verið studd miklum gögnum er upprunalega tilgátan orðin að kenningu . Þegar við rannsökum smágerða hluti, til dæmis sveppi eða mosa, er gott að skoða þá í víðsjá til að skoða ytri gerð þeirra og svo smásjá til að skoða smærri atriði, svo sem frumur. 1 Hversu lengi hafa lífverur verið til á jörðinni? 2 Hvar halda menn að fyrstu lífverurnar hafi lifað? 3 Hvers vegna skiptir líffræðilegur fjölbreytileiki miklu máli? 4 Nefndu hópana fimm sem allar lífverur skiptast í. 5 Skoðaðu myndina um heilkjörnunga. Hvort eru rauðþörungar skyldari grænþörungum eða brúnþörungum? 6 Hvað er tilgáta? 7 Lýstu vísindalegri aðferð. SJÁLFSPRÓF ÚR 1.2
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=