Lífheimurinn

12 LÍFIÐ Á JÖRÐINNI Nýjar hugmyndir um flokkun lífvera Flokkun núlifandi og útdauðra lífvera endurspeglar þróunarsögu þeirra. Með því að bera saman og meta skyldleika margra tegunda lífvera er hægt að kortleggja þróunarsögu margra lífveruhópa. Tvær tegundir lífvera, sem eru flokkaðar saman og taldar skyldar, eiga sér sameiginlegan forföður. Nákvæmasta aðferðin til að mæla skyldleika lífvera er að bera saman erfðaefni (DNA) þeirra. Á síðustu áratugum hefur bætt tækni auðveldað slíkar rannsóknir. Miklar breytingar hafa því orðið á flokkun lífvera á síðustu árum þar sem nýjum upplýsingum úr erfðaefninu ber ekki alltaf saman við upplýsingar sem voru byggðar á útlits- og hegðunar­ einkennum. Á þessari opnu má sjá fjögur upprunatré sem sýna hvernig vísindamenn telja nú að skyldleiki helstu lífveruhópa sé innan: A þriggja meginsviða lífvera B heilkjarna lífvera C plantna og D dýra. UPPRUNATRÉ HEILKJÖRNUNGA Heilkjörnungar Bakteríur A Sviðin þrjú Fornbakteríur Rauðþörungar Grænþörungar Plöntur Ömbur Slímsveppir Sveppir Dýr Götungar Geislungar Bifdýr Skoruþörungar – í plöntusvifi Gródýr Kísilþörungar Brúnþörungar Augnglennur og fleiri einfruma lífverur Smásæ frumdýr í sjó Forfaðir heilkjörnunga B

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=