Lífheimurinn

131 kenning : staðreynd, sem var í upphafi sett fram sem tilgáta, en hefur verið sannreynd með tilraunum og athugunum. kímblöð : fyrstu laufblöð plöntu, eitt eða fleiri. kynlaus æxlun : æxlun þar sem er aðeins eitt foreldri. Skipting baktería er dæmi um kynlausa æxlun. kynæxlun : æxlun tveggja foreldra þar sem afkvæmi skapast eftir að sáðfruma og eggfruma sameinast í ferli sem kallast frjóvgun. Afkvæmið hefur í frumum sínum blöndu af erfðaefni beggja foreldra. lirfa : ungviði dýra sem klekst úr eggi, oft mjög frá­ brugðið foreldrunum. líffræði : fræðigrein sem fjallar um lífverur, alla gerð þeirra og starfsemi. líftækni : það þegar örverur (eða aðrar lífverur) eru not­ aðar til framleiðslu á lyfjum eða öðrum gagnlegum efnum. lífvera : lifandi líkami í heild sinni sem framkvæmir alla þá starfsemi sem einkennir lífið. ljóstillífun : ferli í frumbjarga lífverum þar sem orka sólarljóss er beisluð og notuð til þess að búa til fæðu­ efni úr ólífrænum efnum. misheit dýr : dýr sem halda líkamshitanum ekki stöð­ ugum heldur sveiflast hann með hita umhverfisins. Mörg misheit dýr leggjast í vetrardvala. mygli : net sveppþráða sem vaxa undir yfirborði jarð­ vegsins. óðal : afmarkað svæði sem dýr helgar sér, ver gegn öðrum og nýtir til þess að framfleyta sér og koma ungviði sínu á legg. ófullkomin myndbreyting : myndbreyting þar sem ung­ viðið, sem líkist foreldrunum og kallast gyðla, klekst úr eggi og þroskast smám saman í fullorðið dýr. plöntusvif : örsmáar, ljóstillífandi lífverur sem rekur fyrir straumum í vatni. Þetta er sá hluti svifsins sem er frumbjarga. púpa : þroskastig skordýrs sem verður til af lirfu og þroskast í fullorðið dýr. roð : húð fiska. Roð er yfirleitt með hreistri og slímugt. rotverur (sundrendur): lífverur sem nýta líkama eða leifar dauðra lífvera sér til viðurværis. rætlingur : fíngerður þráður á mosum sem gegnir einkum því hlutverki að festa plönturnar. safabóla : frumuhluti í plöntufrumum, fylltur vatni. Safabólur veita plöntum styrk þannig að þær standa uppréttar. samlíf : tengsl milli lífvera þar sem ein lífvera lifir á, í ná­ grenni við eða jafnvel inni í annarri lífveru; skiptist í gistilíf, samhjálp og sníkjulíf. sjálffrævun : það þegar frjókorn úr frjóhnappi fræfils sest á fræni á frævu sama blóms. sníkill : sníkjulíf. sníkjulíf : tengsl milli lífvera sem lýsa sér með því að önn­ ur þeirra hagnast á samlífinu en hin beinlínis skaðast af því. Lífveran sem hagnast á tengslunum er sníkill (sníkjudýr eða sníkjuplanta) en lífveran, sem sníkillinn leggst á og verður fyrir skaða, kallast hýsill. spírun : lifnun fræs úr dvala þegar kímsproti með kím­ blöðum rís upp og kímrótin leitar niður í jarðveginn. staðfugl : fugl, sem heldur til á sama landsvæði allan ársins hring. sundmagi : loftfyllt blaðra í líkama beinfiska sem eykur eða minnkar flot þeirra í vatni. sundrandi (rotvera): lífvera sem nýtir líkama dauðra líf­ vera sér til viðurværis. sveppaldin : æxlunarfæri sveppa sem inniheldur gróin. Hattur hattsvepps er dæmi um sveppaldin. tálkn : öndunarfæri fiska og ýmissa annarra lagardýra. tegund : minnsta flokkunareining lífvera, neðan við ætt­ kvísl. tilgáta : hugmynd eða fullyrðing sem sett er fram sem líkleg lausn á vísindalegri ráðgátu. umfrymi : sá hluti frymis sem er utan við kjarnahimnuna. veira : örsmá, lífræn ögn sem inniheldur erfðaefni en hefur ekki öll einkenni lífveru. votlendi : land þar sem yfirborð jarðvatns er í eða nálægt yfirborði. Votlendi skiptist meðal annars í mýrar, flóa og tjarnir. ytri frjóvgun : það þegar sáðfruma frjóvgar egg utan líkama kvendýrs. þang : allstórir brúnþörungar í fjörum, minni en þari. þari : stórir brúnþörungar, oftast neðan fjörumarka, stærri en þang. þörungur : planta sem hefur hvorki eiginlega rót, stöng­ ul né blöð og fjölgar sér með gróum, til dæmis þang og þari. Margir þörungar eru einfrumungar. æðplanta : planta með sérhæft leiðslukerfi. Æðplöntur skiptast í byrkninga, berfrævinga og dulfrævinga. æðstrengur : æð í laufblöðum plantna. ætt : flokkunareining lífvera sem skiptist í mismargar ættkvíslir. ættkvísl : flokkunareining lífvera. Í hverri ættkvísl er ein eða fleiri tegundir lífvera. örvera : smásæ lífvera, í flestum tilvikum einfrumungur. ORÐSKÝRINGAR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=