Lífheimurinn

130 ORÐSKÝRINGAR Orðskýringar aðfrævun : það þegar frjókorn úr blómi einnar plöntu sest á fræni í blómi annarrar plöntu af sömu tegund. aldin : ummyndað eggleg í frævu dulfrævings með þroskuðum fræjum. atferli : þær athafnir og þau viðbrögð og svörun sem líf­ vera sýnir við tilteknar aðstæður. baktería (gerill): einfruma dreifkjörnungur með frumu­ vegg og oft slímhjúp yst. blaðgræna : grænt litarefni sem er einkum í grænukorn­ um plantna. Blaðgrænan beislar orku sólarljóssins og sú orka er síðan nýtt í ljóstillífunarferlinu til þess að búa til fæðuefni fyrir plöntufrumurnar. DNA : stórsameind sem varðveitir allar erfðaupplýsingar í frumum. dreifkjörnungur : einfruma lífvera sem er ekki með erfðaefnið í afmörkuðum frumukjarna. dvalagró : umbreytt gerilfruma, oft kúlu- eða egglaga, með þykkum veggjum sem þola mikinn hita og kulda og sterk efni. dýrasvif : smávaxin dýr sem rekur fyrir straumum í vatni. Þetta er sá hluti svifs í vatni sem er ófrumbjarga. eggleg : neðsti hluti frævu þar sem eggfrumur þroskast. erfðaefni : efni sem geymir upplýsingar um erfðir lífvera. Erfðaefnið er yfirleitt DNA. farfugl : fugl sem kemur á varpstöðvar að vori og flýgur til heitari landa að hausti. fána : öll dýr sem lifa á tilteknu svæði. Fána Íslands nær yfir allar tegundir dýra sem lifa á og við Ísland. felulitur : litur lífveru sem er líkur umhverfinu og auð­ veldar dýrum að dyljast. félagsskordýr : skordýr sem lifa í samfélögum þar sem verkaskipting er skýr og oft mjög flókin. flóra : allar plöntur sem lifa á tilteknu svæði. Flóra Íslands nær yfir allar plöntur sem vaxa á Íslandi. frjóhnappur : efsti hluti fræfils þar sem frjókorn þroskast. frjóvgun : samruni karl- og kvenkynfrumu; gerist við kynæxlun. fruma : grunneining allra lífvera, bæði að gerð og hlut­ verki. frumdýr : einfrumungur sem er ófrumbjarga og nærist sem dýr. frumuhimna : þunnur, sveigjanlegur hjúpur sem um­ lykur frumu og stjórnar flutningi efna inn í frumuna og út úr henni. frumukjarni (kjarni): frumuhluti sem stjórnar starfsemi frumunnar. frumuveggur : sterkur hjúpur úr beðmi sem umlykur plöntufrumur. fræ : ummyndað og frjóvgað egg með plöntufóstri (kími) og forðanæringu (fræhvítu). Ysti hjúpur fræs er fræ­ skurn. fræfill : karlkyns æxlunarfæri blóms. fræva : kvenkyns æxlunarfæri blóms, myndar eggfrumur; skiptist í fræni, stíl og eggleg. frævun : færsla frjókorns frá fræfli til frænis á frævu. fullkomin myndbreyting : myndbreyting þar sem lirfa, ólík foreldrunum, klekst úr eggi og verður að púpu sem þroskast í fullorðið dýr. fylgja : líffæri sem myndast á meðgöngutíma í legi flestra spendýra og miðlar súrefni og næringarefnum frá líkama móður til fósturs og úrgangsefnum til baka. gró : æxlunarfruma, oft mjög smágerð og þolin, sem getur orðið að sjálfstæðri lífveru. gróhirsla : hylki, oft á löngum stilk, þar sem gró mosa og fleiri plantna myndast. grænukorn : grænir frumuhlutar í plöntufrumum sem innihalda blaðgrænu. Þar fer ljóstillífunin fram. gyðla : ungviði sem skríður úr eggi skordýra sem taka ófullkominni myndbreytingu. Gyðla líkist foreldrum sínum, en er minni og vængjalaus. hamskipti : það þegar dýr kasta af sér húð eða skurn öðru hverju þegar þau vaxa. Undir er ný og mjúk húð eða skurn sem harðnar smám saman. Krabbadýr og skordýr eru dæmi um dýr sem hafa hamskipti. heilkjörnungur : fruma þar sem erfðaefnið er í afmörk­ uðum frumukjarna. hryggdýr : dýr með hrygg sem verndar mænuna og ber uppi líkamann. hryggleysingi : dýr sem er ekki með hrygg til styrktar líkamanum. hrygna : kvendýr fiska. hrygning : það þegar kvenfiskur (hrygna) lætur frá sér hrogn (egg) út í vatn eða sjó. Hængurinn sprautar svilum (sáðfrumum) sínum yfir hrognin og þau frjóvgast. hængur : karldýr fiska. innri frjóvgun : það þegar egg frjóvgast innan líkama kvendýrs. jafnheit dýr : dýr sem halda líkamshitanum því sem næst stöðugum allt árið um kring, án tillits til þess hversu heitt eða kalt er kringum þau.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=