Lífheimurinn

128 ATFERLISFRÆÐI á tré eða annan gróður. Mörg hjartardýr geta því fundið út hvar óðal nágrannans hefst með því að þefa þau uppi. Hundum nægir ekki að spræna einu sinni á göngutúr með húsbónda sínum því að þeir þurfa að merkja sér óðalið allt. Refir míga á steina eða þúfur með reglu­ legu millibili á jaðri óðalsins þannig að það er eins og þeir reisi rimla­ girðingu um það. Makaval Mörg dýr hafa í frammi mjög tilkomumikið atferli þegar þau velja sér maka. Hjá sumum fuglum lætur kerlan eins og hún sé ungi, biður um mat og lætur mata sig þegar karlinn gerir hosur sínar grænar fyrir henni. Þetta barnslega atferli verður til þess að karlfuglinn verður ljúf­ ur sem lamb og jafnframt kemst kvenfuglinn að því hvort karlinn sé duglegur að afla matar. Ef bæði karl- og kvenfuglinn eru sterk og vel á sig komin að öllu leyti eru meiri líkur til þess að þau komi ungum sínum á legg. Því er mjög mikilvægt fyrir fuglana að velja sér réttan maka. Oftast er það kerlan sem velur úr hópi karla sem berjast um hylli hennar. Sumir kvenfuglar sitja til dæmis í felum og fylgjast með nokkrum karlfuglum áður en ákvörðun er tekin um hver þeirra sé sá eini rétti. Atferlið gefur vísbendingar um skyldleika Rannsóknir á atferli dýra hafa aukið þekkingu manna á þróun dýra­ tegunda. Atferli náskyldra tegunda er oft svipað þótt þær lifi á mjög ólíkum stöðum. Þetta á einkum við um félagslegt atferli. Atferlisfræðingar hafa sýnt fram á að svipbrigði í andliti manna, sem eru að miklu leyti meðfædd, eru mjög lík svipbrigðum mannapa. Erfðarannsóknir leiða líka í ljós að erfðamengi manna og mannapa er mjög líkt. Sefdans er hluti af pörunarferli flór­ goða. Parið kafar, kemur upp með sef í gogginum, báðir fuglarnir reisa sig upp og„hlaupa“ samhliða eftir vatnsfletinum. 1 Hvað kallast þau dýr sem lifa saman í stórum og skipulögðum hópum? 2 Hvernig finna leðurblökur fæðu? 3 Hvernig„tala“ dýrin hvert við annað? 4 Hvað er óðal? 5 Hvað er herming? 6 Hvernig komast dýr hjá því að lenda í átökum hvert við annað? Nefndu nokkur dæmi um atferli dýra sem við færum okkur í nyt. SJÁLFSPRÓF ÚR 7.2

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=