Lífheimurinn
11 LÍFIÐ Á JÖRÐINNI Þróunartréð sýnir skyldleika lífvera Við getum skýrt það með svokölluðu þró unartré hvernig hinir ýmsu hópar lífvera hafa þróast frá einföldum bakteríum. Við finnum bakteríurnar neðst í trénu. Þær voru trúlega fyrstu lífverurnar á jörðinni. Út frá þeim hafa svo allar aðrar lífverur orðið til við þróun. Líffræðingar gera sífellt uppgötvanir sem breyta þeirri mynd sem við höfum af þróun lífsins og hugmyndum okkar um skyldleika lífvera. Af þessum sökum er líklegt að flokkun lífvera eigi eftir að breytast í framtíðinni. Þessi mynd sýnir hvernig líffræðingar hugsa sér að þær lífverur, sem nú lifa, hafi þróast frá einföldum bakteríum. BAKTERÍUR DÝR PLÖNTUR Lindýr Skordýr Áttfætlur Krabbadýr Holdýr Þráðormar Fjölfætlur Froskdýr Spendýr Sveppir Svampar Brúnþörungar Byrkningar Grænþörugar Mosar Blómplöntur Frumdýr Kísilþörungar Rauðþörungar Berfrævingar Fiskar Skrápdýr Skriðdýr Fuglar Flatormar Liðormar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=