Lífheimurinn

127 ATFERLISFRÆÐI Ógnandi hegðun og merki nægja oft Baráttan í dýraríkinu gengur sjaldan svo langt að dýrin gangi hvert af öðru dauðu. Árangursríkt merkjakerfi þeirra nægir oft til þess að binda enda á átökin miklu fyrr. Iðulega nægir að dýrin hafi í frammi ógnandi tilburði. Stór og mikil horn geta til dæmis nægt til þess að stökkva andstæðingi á flótta. Dýrin meta hvert annað og haga sér í samræmi við það. Þeir einstaklingar, sem telja sig eiga litla möguleika gegn and­ stæðingi sínum, draga sig yfirleitt í hlé. Hjá dýrum, sem lifa í hópum, til dæmis hænsnum og úlfum, er í gildi sérstök goggunarröð (virðingarstigi) sem sker úr um það hver fái að éta fyrstur eða para sig fyrstur. Þetta er önnur aðferð til þess að komast hjá óþörfum átökum. Einfaldasta aðferðin til þess að komast hjá átökum er að gæta þess að fara ekki inn á óðal annarra eða inn í hóp þar sem ríkjandi dýr er líklegt til að verja hópinn. Mörk óðalanna eru gefin til kynna með því að merkja þau með lykt. Dýrin merkja útjaðra óðals síns með því að míga eða skíta við mörkin eða nudda lyktarefnum úr lyktarkirtlum sínum Náttstaðir stara Starinn hóf ekki að verpa hér á landi fyrr en um árið 1940, við Hornafjörð. Síðan hefur hann breiðst út til þéttbýlisstaða, einkum á Suðvesturlandi (upp úr 1960), og er staðfugl þar. Hann fylgir mönnum og hefur breiðst út um allan heim með þeim. Hann lifir á skordýrum, ormum og öðrum smádýrum, en líka á öllu ætilegu sem skilið er eftir úti við. Hann verpir í holum í húsum og trjám og stundum í klettum. Mörgum er illa við starann því að honum fylgir fló sem á það til að skríða á menn og valda illilegum kláða. Starinn er félagslyndur og fer oft saman í hópum. Fuglarnir fara gjarna nokkrir saman í fæðuleit og fljúga af einum stað á annan í skipulögðum hópi þar sem sá fremsti stjórnar fluginu og hinir fylgja honum nákvæmlega eftir. Starar safnast saman af allstóru svæði þegar skyggja tekur og koma í stórum hópi í sérstakan náttstað, sem er oft trjálundur eða stórar byggingar, t.d. í stúkunni á íþróttaleikvanginum í Laugardal í Reykjavík. Í Reykjavík er einn helsti náttstaður starans í grenilundi í Fossvoginum. Náttstaðurinn er einkum notaður yfir veturinn, en á vorin dreifast fuglarnir á varp- staði sína og halda þar til fram eftir sumri. Á kvöldin má sjá og heyra starann hópast saman og síðan fljúga fuglarnir í stórum og samhæfðum hópi til náttstaðarins. Þar ríkir síðan talsverður kliður af skvaldri þeirra fram eftir nóttu. Í Danmörku er mikið um stara og á vestanverðu Jótlandi safnast rúmlega ein milljón fugla saman á vorkvöldum og flýgur til náttstaðar í ótrúlega stórum og samstilltum hópi. Hundurinn merkir sér óðal með því að míga á tré og staura þar sem hann fer um. ÍTAREFNI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=