Lífheimurinn

126 ATFERLISFRÆÐI Óðal – hér ræð ég! Mörg dýr helga sér óðal . Það er svæði sem dýrin verja gegn öðrum og þar afla þau sér ætis, finna maka, gera sér hreiður eða bæli eða koma upp ungum sínum. Dýrin nota mismunandi aðferðir til þess að láta önnur dýr vita af því hvar óðalið er. Söngur fugla er dæmi um slíka aðferð. Þeir syngja sumpart til þess að láta aðra fugla af sömu tegund vita af því að óðalið sé frátekið en líka til þess að lokka til sín maka. Óðulin eru misstór eftir tegundum dýra. Í varpi hettumáfa eru margir fuglar á litlu svæði og þar eru óðulin því smá. Ljónin lifa hins vegar í smáum hjörðum og hver hjörð helgar sér gríðarlega stórt óðal. Mörk óðala eru oft merkt með lyktarmerkjum óðalseigandans. Þegar dýr verja óðal sitt kemur oft til bardaga á jaðri óðalsins. Oftast eru það karldýrin sem ógna hvert öðru. Ógnandi atferli Dýr eru oft árásargjörn þegar þau verja óðal, berjast um maka eða verja unga sína eða fæðu. Það er til dæmis ekki óalgengt að hundur urri og glefsi í þann sem kemur of nálægt matarskál hans. Graðhestar ráðast á ókunnuga fola sem nálgast stóð hans. Kynhormónin valda því að karldýr eru að jafnaði árásargjarnari en kvendýrin. Karldýrin verða sérstaklega árásargjörn á fengitímanum þegar mest er af kynhormónum í líkamanum. Mykjuflugukarlar berjast um kvenflugurnar á kúadellu. Hundar heyja jafnvel blóðugan bardaga hver við annan í keppni um eðlunarfúsa (lóða) tík. Tarfar hreindýra nota horn sín óspart þegar þeir berjast um hrein­ kýrnar. Oft nægir þó að sýna ógnandi atferli eða stór horn til þess að keppinauturinn gefi sig og hverfi á braut.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=