Lífheimurinn

124 ATFERLISFRÆÐI Hljóðmerki Mörg dýr nota ýmiss konar hljóð til þess að rata og gera sig skiljanleg. Leðurblökur nota til dæmis hátíðnihljóð – hljóð sem mannseyra heyrir alls ekki. Þær senda frá sér hljóðbylgjur sem kastast til baka af hlutum og gefa „hljóðmynd“ af umhverfinu, nokkurn veginn eins og ratsjá. Hvalir og fílar gefa líka frá sér hljóð semmenn greina ekki. Höfrungar eru fremur smáir hvalir sem fara saman í vöðum (hópum). Þeir nota um 30 mismunandi hljóðmerki og þegar við bætast mismunandi líkamshreyfingar og snerting hafa þeir yfir að ráða talsvert fjölbreyttu samskipta­ máli. Lyktarmerki Því þróaðri sem dýr eru þeim mun mikilvægara verður samskiptamál þeirra. Hundar og kettir eru félagslynd dýr sem lifa í hópum þegar þau eru villt. En húsdýrin okkar líta á heimilis­ fólkið sem hópinn sinn. Kettir hafa sérstaka lyktarkirtla í vöngunum og þeir strjúka sér upp við alla í hópnum. Þess vegna lykta allir í hópnum eins og það auð­ veldar köttum að þekkja þá. Þetta er skýringin á því að þeir strjúka sér upp við fætur fólks. Hundar og úlfar hafa mjög þroskað lyktarskyn og lifa í lyktarveröld sem er allt önnur en sú sem við þekkjum. Þeir heilsa öðrum í hópnum með því að sleikja munnvik hver annars og þefa hver af öðrum. Þess vegna flaðrar hundurinn upp um þig þegar þú kemur heim. Hann er að reyna að ná upp í munnvik þín til að sleikja þau. Hann notar líka rófuna til þess að sýna það sem honum býr í hug. Hestar eru einnig mjög lyktnæmir. Ef smásteini er kastað upp þar sem leðurblökur fljúga um stinga þær sér oft eftir honum því að þær halda að þetta sé skordýr. Kettir hafa lyktarkirtla í vöngunum. Þegar köttur strýkur sér upp við fætur okkar er hann að setja sína sérstöku lykt á okkur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=