Lífheimurinn

ATFERLISFRÆÐI Mjólkurkýr mauranna Stundum má sjá maura ganga í fylkingum upp eftir trjástofnum. Þeir eru þá á leið til„mjalta“. Uppi í trénu lifa„mjólkurkýr“ þeirra, litlar blaðlýs sem framleiða dísætan safa. Þessi safi kemur fram sem lítill dropi á afturbol þeirra og maurarnir sleikja hann upp. Blaðlýsnar hafa hag af þessu, rétt eins og maurarnir, því að maur­ arnir vernda þær fyrir ýmsum smádýrum sem vilja éta þær. Maurarnir snúa síðan aftur til búsins með sykurlöginn og af­ henda hann öðrum maurum sem fóðra lirfurnar á honum. Hjá sumum maurategundum eru blaðlýsnar húsdýr í búi mauranna og eru þar í sérstökum klefum þar sem þær eru fóðraðar og sykurinn tekinn frá þeim. Þessar blaðlýs eru því réttnefndar maurakýr á íslensku. Ránsferðir eftir þrælum Sumar þernur eru„hermaurar“ sem annast varnir mauraþúfunnar. Hermaurarnir eru búnir sterkum og ógnvænlegum munnlimum sem þeir nota til þess að bíta. Þeir geta líka sprautað ætandi maurasýru úr afturbolnum á óvini sína. Stundum brýst út styrjöld milli maura­ þúfna og að henni lokinni liggja dauðir maurar eins og hráviði á vígvellinum. Maurar sumra tegunda fara ránsferðir til annarra mauraþúfna og ræna þaðan púpum. Þær eru fluttar heim í búið og þegar þær hafa klakist út vinna þær sem þrælar í búinu. 123 Maurasveimur Aðeins tvær tegundir maura lifa á Íslandi, húsamaur og blökkumaur. Sá síðarnefndi, sem sjá má á myndinni, fannst fyrst hér árið 1994 og virðist vera að ná öruggri fótfestu. Hann er einn algengasti maurinn á meginlandi Evrópu. Á hlýjum sumardögum má oft sjá hundruð fljúgandi maura þar sem þeir eru algengir. Þá hafa klakist vængj­ aðir karl- og kvenmaurar sem fljúga um og eðla sig. Oft koma saman maurar úr mörgum mauraþúfum. Að lokinni pörun deyja karlmaurarnir en kven­ maurarnir snúa aftur í mauraþúfuna sína og taka til við að verpa eða þær grafa sig niður á heppilegum stað og mynda nýja mauraþúfu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=