Lífheimurinn

Maurar í þúfu Maurar, býflugur, geitungar og hunangsflugur (líka kallaðar humlur) eru félags­ skordýr. Þessi dýr sýna oft flókna hegðun svo að þau virðast vera mjög greind. Í raun og veru er hegðun þeirra oftast ósjálfráð og meðfædd þannig að þau eru miklu fremur eins og örsmá vélmenni (þjarkar). Þau geta þó engu að síður lært ýmislegt. Í hverri mauraþúfu er allt að einni milljón dýra. Þau gætu ekki starfað saman nema þau geti tjáð sig hvert við annað á einhvern hátt. Þau nota sjón, heyrn, snertingu og lyktarskyn til þess. Þau tjá sig meðal annars með lyktarefnum sem kallast ferómón. Hvert lyktarefni hefur sína sérstöku merkingu. Óhófslíf og þrældómur Maurar sinna mismunandi störfum í búinu. Það eru ferómón sem stjórna því hvað hvert dýr gerir. Nýklaktar þernur (vinnu­ maurar) fá það hlutverk að gæta drottningarinnar (eða drottninganna) sem hvílir í sérstöku rými í mauraþúfunni og verpir eggjum daginn út og daginn inn. Hún getur verpt mörg hundruð eggjum á dag. Þernurnar eru ófrjóar. Hlutverk þeirra er að þrífa drottninguna, mata hana og flytja egg hennar í sérstök klakherbergi. Á myndinni sjást nokkrar þernur sem annast mauradrottninguna sem er miklu stærri en þær. Þegar litlar lirfur skríða úr eggjunum eru þær fluttar í ann­ að herbergi þar sem þær eru fóðraðar. Þegar þær eru orðnar nógu stórar verða þær að púpum sem minna helst á lítil, hvít hrísgrjón. Þernurnar gæta púpnanna allt þar til úr þeim skríða nýir maurar. Ef hætta steðjar að búinu rjúka þernurnar oft til og flytja púpurnar í öruggt skjól. Mikilvægi lyktar Maurar sækja fæðuna oft langar leiðir frá mauraþúfunni. Lirfurnar og drottningin eru fóðruð á dauðum dýrum sem eru oft veidd langt í burtu. Sérstakar þernur leggja upp í langar ferðir til að sækja eitthvað ætilegt. Stundum finna þær dauð dýr sem eru miklu stærri en svo að þær ráði við þau einar. Með hjálp ferómóna láta þær aðrar þernur vita af „hvalrekanum“ og hversu margar þernur þurfi til viðbótar til þess að bera fenginn heim. Á myndinni sjást suðuramerískir blaðskurðar­ maurar sem lifa á sveppum sem þeir rækta á laufi í búum sínum. Við innganginn að mauraþúfunum standa sérstakir varðmaurar og hleypa engum inn sem ekki tilheyrir búinu. Þeir þekkja alla sína maura á lyktinni og greina hana með fálmurunum. 122 Í BRENNIDEPLI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=